| Sf. Gutt
Eftir þæfing í haust hefur Liverpool unnið þrjá leiki á einni viku nú í vetrarbyrjun. Hamrarnir voru lítil fyrirstaða fyrir Liverpool sem vann 1:4 á Ólympíuleikvanginum.
Jürgen Klopp kom flestum á óvart með því að velja Sadio Mané í byrjunarliðið. Senegalinn hóf æfingar á fimmtudaginn ef rétt er munað og ekki var reiknað með honum nema í mesta lagi á bekkinn. Jordan Henderson var meiddur og Georginio Wijnaldum var óvænt í liðinu en reiknað var með að hann yreði eitthvað frá eftir að hafa meiðst gegn Maribor. Alex Oxlade-Chamberlain hélt sæti sínu í byrjunarliðinu eftir góðan leik í byrjunarliðinu í vikunni. Simon Mignolet fékk þann heiður að leiða Liverpool til leiks sem fyrirliði.
Heimamenn voru ágengari til að byrja með og André Ayew komst í færi, kom boltanum framhjá Simon Mignolet en skot hans úr þröngu færi strauk stöngina og framhjá. Liverpool komst svo yfir á 21. mínútu. West Ham United fékk horn en Liverpool vann boltann og sneri vörn í sókn. Sadio Mané rauk fram völlinn og þegar hann var kominn upp á vítateignum sendi hann boltann til hægri á Mohamed Salah sem skoraði af öryggi. Mögnuð gagnsókn! Þremur mínútum seinna vænkaðist hagur Liverpool enn. Mohamed tók horn frá vinstri, boltann barst manna á milli þar þar til hann hrökk í varnarmann að markinu. Joe Hart varði en hélt ekki og Joel Matip skoraði úr frákastinu af stuttu færi. Staðan breyttist ekkert fram til hálfleiks sem var hið besta mál!
Heimamenn reyndu að bæta stöðu sína eftir hlé og það tókst eftir tíu mínútur. André sendi fyrir markið á Manuel Lanzini og hann kom boltanum laglega framhjá Simon. Heimamenn fögnuðu innilega og þeir voru enn að fagna þegar boltinn lá í markinu þeirra. Roberto Firmino fékk boltann fyrir utan vítateiginn og sendi til hægri á Alex Oxlade-Chamberlain. Hann skaut að marki en Joe varði. Hann hélt þó ekki boltanum, Alex náði frákastinu og skoraði. Magnað svar hjá Liverpool og það innan við mínúta milli markanna. Nákvæmlega 57 sekúndur!
Heimamenn komust aldrei inn í leikinn eftir þetta. Liverpool var miklu sterkari aðilinn og á 76. mínútu var sigurinn innsiglaður. Sadio fékk boltann utan við vítateiginn, sendi hann til vinstri á Mohamed sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þriðji sigur Liverpool á einni viku var í höfn. Liðið virðist vera aftur komið í gang og vonandi heldur það áfram á sömu braut eftir komandi landsleikjahlé!
West Ham United: Hart, Reid, Kouyate, Ogbonna, Cresswell, Obiang, Noble (Arnautovic 61. mín.), Fernandes (Carroll 45. mín.), Lanzini, Ayew og Chicharito (Sakho 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Haksabanovic, Masuaku og Rice.
Mark West Ham United: Manuel Lanzini (55. mín.)
Gul spjöld: Mark Noble, Winston Reid og Manuel Lanzini.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Klavan, Moreno, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Lovren 87. mín.), Salah, Mane (Milner 77. mín.) og Firmino (Solanke 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Alexander-Arnold, Grujic og Sturridge.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (21. og 76. mín.), Joel Matip (24. mín.) og Alex Oxlade-Chamberlain (56. mín.).
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum: 56.961.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn heldur sínu striki. Hann er búnn að skora 12 mörk í aðeins 17 leikjum. Í dag skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt. Býsna gott dagsverk.
Jürgen Klopp: Við vissum alveg eftir útileikinn gegn Tottenham að við hefðum verið lélegir. Tottenham spilaði vissulega vel en slakur leikur okkar var aðalástæðan fyrir því að leikurinn fór eins og hann fór. Út af þessu vildum við koma almennilega til bara og strákarnir hafa gert það með sérlega fínum úrslitum.
- Liverpool vann sinn þriðja leik í röð. Það gerðist síðast í ágúst.
- Mohamed Salah skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni. Það hefur hann gert í 17 leikjum.
- Joel Matip opnaði markareikning sinn á þessari sparktíð.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet var fyrirliði Liverpool í fyrsta sinn.
- Liverpool hefur skorað átta mörk í þau tvo skipti sem liðið hefur spilað á Ólympíuleikvanginum í London.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er hægt að horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
TIL BAKA
Þriðji sigurinn á einni viku!
Eftir þæfing í haust hefur Liverpool unnið þrjá leiki á einni viku nú í vetrarbyrjun. Hamrarnir voru lítil fyrirstaða fyrir Liverpool sem vann 1:4 á Ólympíuleikvanginum.
Jürgen Klopp kom flestum á óvart með því að velja Sadio Mané í byrjunarliðið. Senegalinn hóf æfingar á fimmtudaginn ef rétt er munað og ekki var reiknað með honum nema í mesta lagi á bekkinn. Jordan Henderson var meiddur og Georginio Wijnaldum var óvænt í liðinu en reiknað var með að hann yreði eitthvað frá eftir að hafa meiðst gegn Maribor. Alex Oxlade-Chamberlain hélt sæti sínu í byrjunarliðinu eftir góðan leik í byrjunarliðinu í vikunni. Simon Mignolet fékk þann heiður að leiða Liverpool til leiks sem fyrirliði.
Heimamenn voru ágengari til að byrja með og André Ayew komst í færi, kom boltanum framhjá Simon Mignolet en skot hans úr þröngu færi strauk stöngina og framhjá. Liverpool komst svo yfir á 21. mínútu. West Ham United fékk horn en Liverpool vann boltann og sneri vörn í sókn. Sadio Mané rauk fram völlinn og þegar hann var kominn upp á vítateignum sendi hann boltann til hægri á Mohamed Salah sem skoraði af öryggi. Mögnuð gagnsókn! Þremur mínútum seinna vænkaðist hagur Liverpool enn. Mohamed tók horn frá vinstri, boltann barst manna á milli þar þar til hann hrökk í varnarmann að markinu. Joe Hart varði en hélt ekki og Joel Matip skoraði úr frákastinu af stuttu færi. Staðan breyttist ekkert fram til hálfleiks sem var hið besta mál!
Heimamenn reyndu að bæta stöðu sína eftir hlé og það tókst eftir tíu mínútur. André sendi fyrir markið á Manuel Lanzini og hann kom boltanum laglega framhjá Simon. Heimamenn fögnuðu innilega og þeir voru enn að fagna þegar boltinn lá í markinu þeirra. Roberto Firmino fékk boltann fyrir utan vítateiginn og sendi til hægri á Alex Oxlade-Chamberlain. Hann skaut að marki en Joe varði. Hann hélt þó ekki boltanum, Alex náði frákastinu og skoraði. Magnað svar hjá Liverpool og það innan við mínúta milli markanna. Nákvæmlega 57 sekúndur!
Heimamenn komust aldrei inn í leikinn eftir þetta. Liverpool var miklu sterkari aðilinn og á 76. mínútu var sigurinn innsiglaður. Sadio fékk boltann utan við vítateiginn, sendi hann til vinstri á Mohamed sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þriðji sigur Liverpool á einni viku var í höfn. Liðið virðist vera aftur komið í gang og vonandi heldur það áfram á sömu braut eftir komandi landsleikjahlé!
West Ham United: Hart, Reid, Kouyate, Ogbonna, Cresswell, Obiang, Noble (Arnautovic 61. mín.), Fernandes (Carroll 45. mín.), Lanzini, Ayew og Chicharito (Sakho 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Haksabanovic, Masuaku og Rice.
Mark West Ham United: Manuel Lanzini (55. mín.)
Gul spjöld: Mark Noble, Winston Reid og Manuel Lanzini.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Klavan, Moreno, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Lovren 87. mín.), Salah, Mane (Milner 77. mín.) og Firmino (Solanke 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Alexander-Arnold, Grujic og Sturridge.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (21. og 76. mín.), Joel Matip (24. mín.) og Alex Oxlade-Chamberlain (56. mín.).
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum: 56.961.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn heldur sínu striki. Hann er búnn að skora 12 mörk í aðeins 17 leikjum. Í dag skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt. Býsna gott dagsverk.
Jürgen Klopp: Við vissum alveg eftir útileikinn gegn Tottenham að við hefðum verið lélegir. Tottenham spilaði vissulega vel en slakur leikur okkar var aðalástæðan fyrir því að leikurinn fór eins og hann fór. Út af þessu vildum við koma almennilega til bara og strákarnir hafa gert það með sérlega fínum úrslitum.
Fróðleikur:
- Liverpool vann sinn þriðja leik í röð. Það gerðist síðast í ágúst.
- Mohamed Salah skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni. Það hefur hann gert í 17 leikjum.
- Joel Matip opnaði markareikning sinn á þessari sparktíð.
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet var fyrirliði Liverpool í fyrsta sinn.
- Liverpool hefur skorað átta mörk í þau tvo skipti sem liðið hefur spilað á Ólympíuleikvanginum í London.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er hægt að horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan