| Sf. Gutt

Pedro Chirivella lánaður


Pedro Chirivella hefur verið lánaður og kemur ekki við sögu hjá Liverpool á komandi leiktíð. Hann mun spila með Willem ll í hollensku deildinni. Þetta er önnur leiktíðin sem Pedro fer í lán til Hollands en á síðasta keppnistímabili lék hann með Go Ahead Eagles. Þar þótti hann standa sig nokkuð vel. 

Pedro spilaði fyrstu tvo æfingaleiki Liverpool núna í mánuðinum gegn Tranmere og Wigan. Hann skoraði einmitt eitt marka Liverpool í 0:4 sigrinum á Tranmere.

Pedro, sem er miðjumaður, kom til Liverpool frá Valencia 2013. Hann hefur spilað fimm leiki með aðalliði Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan