| Ingi Björn Ágústsson

Aðalfundur 2017 - framboð

Fimmtudaginn 8.Júní næstkomandi verður aðalfundur Liverpoolklúbbsins á Íslandi haldinn á Spot í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Dagskrá fundarins samkvæmt 11.gr laga Liverpoolklúbbsins:

- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Stjórn leggur fram skýrslu fyrir yfirstandandi starfsár.
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Lagabreytingar, löglega fram bornar.
- Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
- Kosning tveggja varamanna til eins árs.
- Kosning endurskoðanda.
- Ákvörðun um árgjald.
- Önnur mál.

Samkv. lögum klúbbsins þá þarf að tilkynna framboð til stjórnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.

Úr stjórn hverfur Birkir Ólafsson þökkum við honum fyrir frábær verk undanfarin ár. 

Eftirfarandi hafa tilkynnt framboð til stjórnar en skipa þarf 4 sæti:
Guðrún Bergmann Franzdóttir - endurkjör
Svavar Jóhannesson - endurkjör
Karl Daníel Magnússon - endurkjör
Baldvin Nielsen
Pálmi Ólafur Theódórsson
Sverrir Jón Gylfason

Allir þeir meðlimir sem hafa greitt árgjöldin fyrir tímabilið 2016-2017 hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum.

Lög klúbbsins má finna hér.
http://www.liverpool.is/Club/Article/6

Við hvetjum alla meðlimi klúbbsins til að mæta á aðalfundinn og láta málefni hans sig varða.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan