| Sf. Gutt
TIL BAKA
Seiglusigur á Burnley
Það var ekki tilþrifunum fyrir að fara hjá Liverpool þegar liðið vann 2:1 seiglusigur á Burnley á Anfield í dag. En stigin eru jafn góð hvernig sem spilað er og þá skiptir ekki öllu hvort liðið lék vel eða illa. Mestu skipti að ná þremur stigum í hús og það tókst.
Roberto Firmino var meiddur og Jürgen Klopp ákvað að láta Divock Origi inn í liðið í hans stað. Unglingurinn Harry Wilson fékk sæti á bekknum en hann hefur verið mjög góður með varaliðinu á leiktíðinni. Hann hefur verið fyrirliði liðsins og bæði skorað og lagt upp mörk. Annars var byrjunarliðið það sama og vann sanfærandi sigur á Arsenal um síðustu helgi. Nú var að sjá hvort liðið gæti leikið jafn vel á móti lakara liði. Of oft hefur það gengið illa á leiktíðinni og það sama varð uppi á teningnum.
Liverpool átti fyrstu sóknirnar en svo tóku gestirnir við sér og það skilaði sér með marki á 7. mínútu. Matthew Lowton átti þá stórgóða sendingu frá vinstri inn í vítateig Liverpool. Vörn Liverpool var ekki vel á verði og Ashley Barnes renndi sér á boltann og skaut honum í markið án þess að Simon Mignolet kæmi nokkrum vörnum við. Liverpool komið í vandræði á móti lakara liði. Ekkert óvænt!
Í kjölfarið gekk hvorki né rak hjá Liverpool og Burnley varðist öllu án vandræða þar til komið var fram í viðbótartíma hálfleiksins. Divock Origi sendi þá inn í vítateginn. Boltinn datt nokkuð óvænt fyrir fætur Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn beið meðan boltinn féll niður og sendi hann svo með öruggu skoti rakleiðis í markið. Vel gert hjá Georginio sem sýndi mikla yfirvegun. Skot hans var síðasta sparkið í fyrri hálfleik og Liverpool slapp vel með að vera í jafnri stöðu þegar dómarinn blés til leikshlés.
Það gekk lítið betur hjá Liverpool eftir hlé en það voru þó aðeins batamerki á liðinu. Á 61. mínútu var Philippe Coutinho, sem ekki hafði sést, skipt af velli fyrir Ben Woodburn. Unglingurinn var ekki fyrr kominn inn á heldur en Liverpool skoraði. Divock renndi boltanum inn á miðjuna á Emre Can sem lék aðeins nær vítateignum þaðan sem hann skaut góðu langskoti sem hafnaði óvejandi neðst í hægra horninu. Vel gert hjá Þjóðverjanum sem fagnaði vel fyrir framan Kop stúkuna. Hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og honum var greinilega létt að hafa náð að skora. Divock sást varla í leiknum en hann náði samt að leggja upp tvö mörk.
Litlu eftir markið ógnaði Burnely í fyrsta sinn frá því þeir skoruðu. Aukaspyrna var send inn í vítateiginn og eftir atgang fékk Ashley boltann en Ragnar Klavan henti sér fyrir skot hans. Vel gert hjá Eistanum. Liverpool átti ekki í vandræðum með að verja forystuna og mínútu fyrir leikslok lagði Emre upp færi fyrir Sadio Mané sem átti skot úr miðjum vítateignum en Tom Heaton sló boltann yfir. Eins og oft vil verða áttu mótherjarnir eitt færi áður en yfir lauk. Matthew fékk boltann í teignum eftit langt innkast en skotið hjá honum fór yfir. Þar með var sigur Liveprool í höfn!
Liverpool lék ekki vel í leiknum en liðið sýndi að þessu sinni seiglu sem stundum hefur vantað þegar menn hafa ekki verið upp á sitt besta. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram og voru ákveðnir í að herja fram sigur. Það tókst sem betur fer en liðið þarf að fara að sýna meiri stöðugleika!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Klavan, Matip, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana, Mane, Origi (Leiva 79. mín.) og Coutinho (Woodburn 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Wilson, Gomez og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Georginio Wijnaldum (45. mín.) og Emre Can (61. mín.).
Gul spjöld: Emre Can og Adam Lallana.
Burnley: Heaton, Lowton, Keane, Mee, Ward, Boyd (Brady 73. mín.), Barton, Hendrick, Arfield (Agyei 90. mín.), Barnes og Gray (Vokes 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Robinson, Westwood, Tarkowski og Darikwa.
Mark Burnley: Ashley Barnes (7. mín.).
Gul spjöld: Ben Mee og Joey Barton.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.145.
Maður leiksins: Emre Can. Kannski var Þjóðverjinn ekki allra bestur en hann skoraði sigurmarkið. Hann á líka hrós skilið fyrir að spila betur eftir að honum gekk illa í byrjun leiks.
Jürgen Klopp: Þetta er fyrsti ljóti sigurinn sem við vinnum. Venjulega töpum við þegar við spilum illa og við vorum oft langt frá okkar besta í þessum leik. Þegar liðið spilar ekki vel verða leikirnar jafnir og sú varð raunin.
- Liverpool vann sinn annan deildarleik í röð. Það hefur ekki áður gerst á þessu ári.
- Georginio Wijnaldum skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann hefur enn ekki skorað á útivelli eftir að hann kom til Englands. Hvorki fyrir Liverpool eða Newcastle United.
- Emre Can skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- Markið hans var skorað utan vítateigs og var 21. markið sem skorað er utan teigs frá því Jürgen tók við Liverpool. Ekkert lið hefur á þeim tíma skorað jafn oft utan vítateigs.
- James Milner lék sinn 600. leik með félagsliði. Hann hefur leikið þessa leiki fyrir Leeds United, Swindon Town, Newcastle United, Aston Villa og Manchester City.
- Af þessum 600 leikjum hefur James spilað 75 fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Adam Lallana lék sinn 120. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 20 mörk.
- Liverpool vann þrjú stig eftir að hafa lent marki undir. Liðið hefur unnið sér inn 14 stig eftir að hafa lent undir og aðeins Totttenham hefur náð jafn mörgum stigum eftir slæma byrjun í leikjum.
- Þetta var 16. deildarsigur Liverpool á leiktíðinni. Liðið vann 16 deildarleiki á síðasta keppnistímabili.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Roberto Firmino var meiddur og Jürgen Klopp ákvað að láta Divock Origi inn í liðið í hans stað. Unglingurinn Harry Wilson fékk sæti á bekknum en hann hefur verið mjög góður með varaliðinu á leiktíðinni. Hann hefur verið fyrirliði liðsins og bæði skorað og lagt upp mörk. Annars var byrjunarliðið það sama og vann sanfærandi sigur á Arsenal um síðustu helgi. Nú var að sjá hvort liðið gæti leikið jafn vel á móti lakara liði. Of oft hefur það gengið illa á leiktíðinni og það sama varð uppi á teningnum.
Liverpool átti fyrstu sóknirnar en svo tóku gestirnir við sér og það skilaði sér með marki á 7. mínútu. Matthew Lowton átti þá stórgóða sendingu frá vinstri inn í vítateig Liverpool. Vörn Liverpool var ekki vel á verði og Ashley Barnes renndi sér á boltann og skaut honum í markið án þess að Simon Mignolet kæmi nokkrum vörnum við. Liverpool komið í vandræði á móti lakara liði. Ekkert óvænt!
Í kjölfarið gekk hvorki né rak hjá Liverpool og Burnley varðist öllu án vandræða þar til komið var fram í viðbótartíma hálfleiksins. Divock Origi sendi þá inn í vítateginn. Boltinn datt nokkuð óvænt fyrir fætur Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn beið meðan boltinn féll niður og sendi hann svo með öruggu skoti rakleiðis í markið. Vel gert hjá Georginio sem sýndi mikla yfirvegun. Skot hans var síðasta sparkið í fyrri hálfleik og Liverpool slapp vel með að vera í jafnri stöðu þegar dómarinn blés til leikshlés.
Það gekk lítið betur hjá Liverpool eftir hlé en það voru þó aðeins batamerki á liðinu. Á 61. mínútu var Philippe Coutinho, sem ekki hafði sést, skipt af velli fyrir Ben Woodburn. Unglingurinn var ekki fyrr kominn inn á heldur en Liverpool skoraði. Divock renndi boltanum inn á miðjuna á Emre Can sem lék aðeins nær vítateignum þaðan sem hann skaut góðu langskoti sem hafnaði óvejandi neðst í hægra horninu. Vel gert hjá Þjóðverjanum sem fagnaði vel fyrir framan Kop stúkuna. Hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og honum var greinilega létt að hafa náð að skora. Divock sást varla í leiknum en hann náði samt að leggja upp tvö mörk.
Litlu eftir markið ógnaði Burnely í fyrsta sinn frá því þeir skoruðu. Aukaspyrna var send inn í vítateiginn og eftir atgang fékk Ashley boltann en Ragnar Klavan henti sér fyrir skot hans. Vel gert hjá Eistanum. Liverpool átti ekki í vandræðum með að verja forystuna og mínútu fyrir leikslok lagði Emre upp færi fyrir Sadio Mané sem átti skot úr miðjum vítateignum en Tom Heaton sló boltann yfir. Eins og oft vil verða áttu mótherjarnir eitt færi áður en yfir lauk. Matthew fékk boltann í teignum eftit langt innkast en skotið hjá honum fór yfir. Þar með var sigur Liveprool í höfn!
Liverpool lék ekki vel í leiknum en liðið sýndi að þessu sinni seiglu sem stundum hefur vantað þegar menn hafa ekki verið upp á sitt besta. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram og voru ákveðnir í að herja fram sigur. Það tókst sem betur fer en liðið þarf að fara að sýna meiri stöðugleika!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Klavan, Matip, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana, Mane, Origi (Leiva 79. mín.) og Coutinho (Woodburn 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Wilson, Gomez og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Georginio Wijnaldum (45. mín.) og Emre Can (61. mín.).
Gul spjöld: Emre Can og Adam Lallana.
Burnley: Heaton, Lowton, Keane, Mee, Ward, Boyd (Brady 73. mín.), Barton, Hendrick, Arfield (Agyei 90. mín.), Barnes og Gray (Vokes 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Robinson, Westwood, Tarkowski og Darikwa.
Mark Burnley: Ashley Barnes (7. mín.).
Gul spjöld: Ben Mee og Joey Barton.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.145.
Maður leiksins: Emre Can. Kannski var Þjóðverjinn ekki allra bestur en hann skoraði sigurmarkið. Hann á líka hrós skilið fyrir að spila betur eftir að honum gekk illa í byrjun leiks.
Jürgen Klopp: Þetta er fyrsti ljóti sigurinn sem við vinnum. Venjulega töpum við þegar við spilum illa og við vorum oft langt frá okkar besta í þessum leik. Þegar liðið spilar ekki vel verða leikirnar jafnir og sú varð raunin.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn annan deildarleik í röð. Það hefur ekki áður gerst á þessu ári.
- Georginio Wijnaldum skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Hann hefur enn ekki skorað á útivelli eftir að hann kom til Englands. Hvorki fyrir Liverpool eða Newcastle United.
- Emre Can skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- Markið hans var skorað utan vítateigs og var 21. markið sem skorað er utan teigs frá því Jürgen tók við Liverpool. Ekkert lið hefur á þeim tíma skorað jafn oft utan vítateigs.
- James Milner lék sinn 600. leik með félagsliði. Hann hefur leikið þessa leiki fyrir Leeds United, Swindon Town, Newcastle United, Aston Villa og Manchester City.
- Af þessum 600 leikjum hefur James spilað 75 fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Adam Lallana lék sinn 120. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 20 mörk.
- Liverpool vann þrjú stig eftir að hafa lent marki undir. Liðið hefur unnið sér inn 14 stig eftir að hafa lent undir og aðeins Totttenham hefur náð jafn mörgum stigum eftir slæma byrjun í leikjum.
- Þetta var 16. deildarsigur Liverpool á leiktíðinni. Liðið vann 16 deildarleiki á síðasta keppnistímabili.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan