| Heimir Eyvindarson
„Það er ánægjuleg tilfinning að loka hringnum á þennan hátt. Nú er ég kominn aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman" segir Gerrard í viðtali við Liverpoolfc.com.
Gerrard er ráðinn í fullt starf hjá félaginu og mun hefja störf í febrúar. Hann hlakkar til að takast á við ný verkefni, að móta og hvetja unga og efnilega leikmenn og reyna að gera úr þeim fullvaxta knattspyrnumenn.
„Þótt ég sé auðvitað gríðarlega ánægður að vera kominn heim þá er þessi ákvörðun ekki einungis tilfinningalegs eðlis, ég trúi því að ég geti lagt mikið af mörkum og eins trúi ég því að ég sé að koma til starfa á góðum vinnustað."
„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að ná tökum á þjálfun og læra allskonar hluti í sambandi við þá hlið knattspyrnunnar, en að sama skapi trúi ég því að ég geti gefið ungum leikmönnum heilmikið og gott veganesti. Ég get miðlað talsverðri þekkingu og reynslu og ég tel mig hafa ágætar hugmyndir um hvernig maður getur náð árangri í fótboltanum. Ég er viss um að ég get hjálpað leikmönnum að þróa sinn leik til enn betri vegar, strákarnir í akademíunni eru að móta sinn leik og það verður gaman að takast á við að hjálpa þeim að stíga skrefin upp á næsta level."
„Það vita allir hvað mér þykir vænt um félagið og hvað Liverpool FC er stór partur af mínu lífi. En þegar ég frétti af því að það gæti verið möguleiki fyrir mig að koma til starfa hjá félaginu vildi ég vera viss um að ég myndi starfa við eitthvað sem skipti máli. Eitthvað sem myndi virkilega skila félaginu einhverju. Eftir að hafa hitt Alex Inglethorpe og kynnt mér hans hugmyndir um starfið sem er framundan var ég viss um að það væri rétt ákvörðun að taka við starfinu."
Alex Inglethorpe er ekki síður ánægður með fréttir dagsins.
„Ef ég hefði mátt velja hvaða persónu sem er út frá karakter, eiginleikum og hæfileikum hefði ég ekki valið neinn annan en Steven Gerrard. Það er einfaldlega stórkostlegt að fá hann til starfa. Hann elskar félagið og er gríðarlega áhugasamur um það sem við erum að gera hér í akademíunni."
„Gerrard gat valið úr fjölda atvinnutilboða, hvort sem var sem leikmaður eða þjálfari eða bara hvað sem er sem viðkemur fótbolta. En hann ákvað að ganga til liðs við LFC. Hugur hans og hjarta er hér hjá félaginu. Hér á hann heima og ég fagna því mjög að hann sé kominn til baka."
„Gerrard er einstakur karakter og það var alveg frábært að finna auðmýkt hans í garð klúbbsins meðan á viðræðunum stóð. Honum var mikið í mun að starfið myndi skila félaginu einhverju, ekki bara honum sjálfum."
TIL BAKA
Steven Gerrard orðinn þjálfari hjá Liverpool
Í dag var tilkynnt um ráðningu Steven Gerrard til Liverpool. Hann verður þjálfari í akademíunni í Kirkby, undir stjórn Alex Inglethorpe.
„Það er ánægjuleg tilfinning að loka hringnum á þennan hátt. Nú er ég kominn aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman" segir Gerrard í viðtali við Liverpoolfc.com.
Gerrard er ráðinn í fullt starf hjá félaginu og mun hefja störf í febrúar. Hann hlakkar til að takast á við ný verkefni, að móta og hvetja unga og efnilega leikmenn og reyna að gera úr þeim fullvaxta knattspyrnumenn.
„Þótt ég sé auðvitað gríðarlega ánægður að vera kominn heim þá er þessi ákvörðun ekki einungis tilfinningalegs eðlis, ég trúi því að ég geti lagt mikið af mörkum og eins trúi ég því að ég sé að koma til starfa á góðum vinnustað."
„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að ná tökum á þjálfun og læra allskonar hluti í sambandi við þá hlið knattspyrnunnar, en að sama skapi trúi ég því að ég geti gefið ungum leikmönnum heilmikið og gott veganesti. Ég get miðlað talsverðri þekkingu og reynslu og ég tel mig hafa ágætar hugmyndir um hvernig maður getur náð árangri í fótboltanum. Ég er viss um að ég get hjálpað leikmönnum að þróa sinn leik til enn betri vegar, strákarnir í akademíunni eru að móta sinn leik og það verður gaman að takast á við að hjálpa þeim að stíga skrefin upp á næsta level."
„Það vita allir hvað mér þykir vænt um félagið og hvað Liverpool FC er stór partur af mínu lífi. En þegar ég frétti af því að það gæti verið möguleiki fyrir mig að koma til starfa hjá félaginu vildi ég vera viss um að ég myndi starfa við eitthvað sem skipti máli. Eitthvað sem myndi virkilega skila félaginu einhverju. Eftir að hafa hitt Alex Inglethorpe og kynnt mér hans hugmyndir um starfið sem er framundan var ég viss um að það væri rétt ákvörðun að taka við starfinu."
Alex Inglethorpe er ekki síður ánægður með fréttir dagsins.
„Ef ég hefði mátt velja hvaða persónu sem er út frá karakter, eiginleikum og hæfileikum hefði ég ekki valið neinn annan en Steven Gerrard. Það er einfaldlega stórkostlegt að fá hann til starfa. Hann elskar félagið og er gríðarlega áhugasamur um það sem við erum að gera hér í akademíunni."
„Gerrard gat valið úr fjölda atvinnutilboða, hvort sem var sem leikmaður eða þjálfari eða bara hvað sem er sem viðkemur fótbolta. En hann ákvað að ganga til liðs við LFC. Hugur hans og hjarta er hér hjá félaginu. Hér á hann heima og ég fagna því mjög að hann sé kominn til baka."
„Gerrard er einstakur karakter og það var alveg frábært að finna auðmýkt hans í garð klúbbsins meðan á viðræðunum stóð. Honum var mikið í mun að starfið myndi skila félaginu einhverju, ekki bara honum sjálfum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan