| Sf. Gutt
Wembley er handan við hornið. Enn einu sinni spilar Liverpool í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Á síðustu leiktíð komst liðið alla leið í úrslitaleikinn en mátti þola tap fyrir Manchester City í vítaspyrnukeppni. Ætlunin er auðvitað sú núna að gera aðeins betur og vinna bikarinn sem Liverpool hefur unnið átta sinnum.
Liverpool og Southampton hafa sex sinnum leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum og hefur Rauði herinn fjórum sinnum farið áfram. Þau mættust í undanúrslitum á leiktíðinni 1986/87. Þá skildu liðin án marka í Southampton en Liverpool vann 3:0 á Anfield og fór í úrslit það sem liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal. Það þarf svo ekki nema að fara til baka til síðustu leiktíðar að finna viðureign liðanna í keppninni. En þá vann Liverpool 1:6 sem er einn eftirminnilegasti leikurinn á valdatíð Jürgen Klopp.
Liverpool olli miklum vonbriðgum í síðasta leik þegar liðið náði ekki að vinna fjórðudeildarlið Plymouth í FA bikarnum og það á Anfield. Jürgen breytti liðinu reyndar mikið fyrir þann leik og margir ungliðar voru notaðir en þrátt fyrir það var ekki spurning um að Liverpool hefði átt að vinna leikinn. Svo var ekki en sá leikur er að baki og nú er það hin bikarkeppnin. Jürgen mun að sjálfsögðu breyta liðinu sínu aftur og trúlega koma flestir sterkustu menn liðsins aftur inn í liðið. Sumir hafa kannski þá skoðun að það eigi að hvíla einhverja af bestu mönnunum fyrir leikinn við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn en þegar sæti í úrslitaleik er í boði verður að tjalda því sem til er!
Eftir því sem kom fram á blaðamannafundi hjá Jürgen í gær eru flestir þeir sem hafa verið meiddir á batavegi. Jordan Henderson og Joel Matip verða líklega ekki tiltækir en góðu fréttirnar eru þær að Philipp Coutinho gæti verið í leikmannahópnum. Vonandi reynist það rétt. Þó svo að Liverpool hafi vegnað býsna vel frá því hann meiddist þá er ekki vafi að hann gerir liðið betra.
Liverpool hefur vegnað misjafnlega á St Mary´s í gegnum árin en Southampton hefur ekki spilað vel síðustu vikurnar og því ætti að vera lag til að vinna syðra. Ég spái því að Liverpool taki drjúgt skref í átt að enn einni ferðinni suður á Wembley með því að vinna 0:1. Daniel Sturridge skorar markið mikilvæga.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Southampton v. Liverpool.
Wembley er handan við hornið. Enn einu sinni spilar Liverpool í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Á síðustu leiktíð komst liðið alla leið í úrslitaleikinn en mátti þola tap fyrir Manchester City í vítaspyrnukeppni. Ætlunin er auðvitað sú núna að gera aðeins betur og vinna bikarinn sem Liverpool hefur unnið átta sinnum.
Liverpool og Southampton hafa sex sinnum leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum og hefur Rauði herinn fjórum sinnum farið áfram. Þau mættust í undanúrslitum á leiktíðinni 1986/87. Þá skildu liðin án marka í Southampton en Liverpool vann 3:0 á Anfield og fór í úrslit það sem liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal. Það þarf svo ekki nema að fara til baka til síðustu leiktíðar að finna viðureign liðanna í keppninni. En þá vann Liverpool 1:6 sem er einn eftirminnilegasti leikurinn á valdatíð Jürgen Klopp.
Liverpool olli miklum vonbriðgum í síðasta leik þegar liðið náði ekki að vinna fjórðudeildarlið Plymouth í FA bikarnum og það á Anfield. Jürgen breytti liðinu reyndar mikið fyrir þann leik og margir ungliðar voru notaðir en þrátt fyrir það var ekki spurning um að Liverpool hefði átt að vinna leikinn. Svo var ekki en sá leikur er að baki og nú er það hin bikarkeppnin. Jürgen mun að sjálfsögðu breyta liðinu sínu aftur og trúlega koma flestir sterkustu menn liðsins aftur inn í liðið. Sumir hafa kannski þá skoðun að það eigi að hvíla einhverja af bestu mönnunum fyrir leikinn við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn en þegar sæti í úrslitaleik er í boði verður að tjalda því sem til er!
Eftir því sem kom fram á blaðamannafundi hjá Jürgen í gær eru flestir þeir sem hafa verið meiddir á batavegi. Jordan Henderson og Joel Matip verða líklega ekki tiltækir en góðu fréttirnar eru þær að Philipp Coutinho gæti verið í leikmannahópnum. Vonandi reynist það rétt. Þó svo að Liverpool hafi vegnað býsna vel frá því hann meiddist þá er ekki vafi að hann gerir liðið betra.
Liverpool hefur vegnað misjafnlega á St Mary´s í gegnum árin en Southampton hefur ekki spilað vel síðustu vikurnar og því ætti að vera lag til að vinna syðra. Ég spái því að Liverpool taki drjúgt skref í átt að enn einni ferðinni suður á Wembley með því að vinna 0:1. Daniel Sturridge skorar markið mikilvæga.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan