| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Styrktarsjóður Liverpoolklúbbsins
Liverpoolklúbburinn ákvað nú fyrir skömmu að stofna nýjan styrktarsjóð í sínu nafni í þeim tilgangi að styðja við góð málefni og þá sem minna mega sín.
Lengi hefur staðið til að stofna slíkan sjóð og nú hefur loksins orðið af því. Með þessum sjóði er verið að taka starf klúbbsins á breiðara svið. Þannig er klúbburinn ekki aðeins að styðja besta lið í heimi heldur eru stuðningsmenn liðsins einnig að láta gott af sér leiða fyrir milligöngu klúbbsins.
Í tilefni af stofnun sjóðs, sem og því að met hefur verið slegið í fjölda félagsmanna í klúbbnum var ákveðið að styrkja barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Þar er tekið á móti börnum yngri en 18 ára sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Mikil samvinna er við þá aðila sem sinna frumgreiningu, s.s. heilsugæslu og félagsþjónustu auk annarra fagaðila sem sinna barni og fjölskyldu í nærumhverfi.
Áhersla er lögð á alúð í samskiptum og gott samstarf við foreldra/forráðamenn. Barna- og unglingageðdeild Landspítala er deild innan kvenna- og barnasviðs. Þar vinnur breiður hópur fagaðila sem sérhæfa sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra. Á BUGL er tekið á móti börnum alls staðar að af landinu. Starfsmenn BUGL veita sérfræðiþjónustu og sinna börnum og unglingum með flókin og samsettan geðrænan vanda og/eða alvarleg geðræn einkenni.
Liverpool klúbburinn á Íslandi hefur ákveðið að styrkja Barna- og unglingageðdeild um eina milljón króna. Þarna er mikið og þarft verkefni unnið sem er nauðsynlegt fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu og það gleður okkur mikið sem höldum um stjórnvölinn í Liverpoolklúbbnum að geta styrkt deildina til að halda áfram því frábæra starfi sem hún er að vinna.
Myndin var tekin við afhendingu styrksins til BUGL
Efri röð frá vinstri: Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, Gísli Baldursson, Bragi Brynjarsson, Ingi Björn Ágústsson, Haraldur Emilsson
Neðri röðin : Stefán Ólafur Stefánsson, Halla Skúladóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Guðrún Bergmann Franzdóttir, Jón Þór Júlíusson.
Lengi hefur staðið til að stofna slíkan sjóð og nú hefur loksins orðið af því. Með þessum sjóði er verið að taka starf klúbbsins á breiðara svið. Þannig er klúbburinn ekki aðeins að styðja besta lið í heimi heldur eru stuðningsmenn liðsins einnig að láta gott af sér leiða fyrir milligöngu klúbbsins.
Í tilefni af stofnun sjóðs, sem og því að met hefur verið slegið í fjölda félagsmanna í klúbbnum var ákveðið að styrkja barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Þar er tekið á móti börnum yngri en 18 ára sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Mikil samvinna er við þá aðila sem sinna frumgreiningu, s.s. heilsugæslu og félagsþjónustu auk annarra fagaðila sem sinna barni og fjölskyldu í nærumhverfi.
Áhersla er lögð á alúð í samskiptum og gott samstarf við foreldra/forráðamenn. Barna- og unglingageðdeild Landspítala er deild innan kvenna- og barnasviðs. Þar vinnur breiður hópur fagaðila sem sérhæfa sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra. Á BUGL er tekið á móti börnum alls staðar að af landinu. Starfsmenn BUGL veita sérfræðiþjónustu og sinna börnum og unglingum með flókin og samsettan geðrænan vanda og/eða alvarleg geðræn einkenni.
Liverpool klúbburinn á Íslandi hefur ákveðið að styrkja Barna- og unglingageðdeild um eina milljón króna. Þarna er mikið og þarft verkefni unnið sem er nauðsynlegt fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu og það gleður okkur mikið sem höldum um stjórnvölinn í Liverpoolklúbbnum að geta styrkt deildina til að halda áfram því frábæra starfi sem hún er að vinna.
Myndin var tekin við afhendingu styrksins til BUGL
Efri röð frá vinstri: Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, Gísli Baldursson, Bragi Brynjarsson, Ingi Björn Ágústsson, Haraldur Emilsson
Neðri röðin : Stefán Ólafur Stefánsson, Halla Skúladóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Guðrún Bergmann Franzdóttir, Jón Þór Júlíusson.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan