| Sf. Gutt
Á dögunum var Knattspyrnumaður ársins fyrir árið 2016 kjörinn í Wales. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk tvær viðurkenningar í kjörinu. Hann var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum landsliðsins og eins af stuðningsmönnum þess. Góðar viðurkenningar eftir magnaða framgöngu með Wales á Evrópumótinu í sumar en þá var hann valinn í úrvalslið mótsins.
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid var kosinn Knattspyrnumaður árins sjötta árið í röð. Gareth er búinn að bera höfuð og herðar yfir leikmenn í Wales síðustu árin. Hann varð Evrópumeistari með Real í vor í annað sinn frá því hann fór til Spánar. Á meðfylgjandi mynd skorar Gareth fyrir Liverpool í leik við Tottenham á leiktíðinni 2012/13!
Joe Allen fór auðvitað til Stoke City í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka lykilmaður í liði Wales og er búinn að spila 32 landsleiki. Hann hefur aðeins náð að skora einu sinni það sem af er landsliðsferlinum.
TIL BAKA
Joe fékk tvenn verðlaun

Á dögunum var Knattspyrnumaður ársins fyrir árið 2016 kjörinn í Wales. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk tvær viðurkenningar í kjörinu. Hann var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum landsliðsins og eins af stuðningsmönnum þess. Góðar viðurkenningar eftir magnaða framgöngu með Wales á Evrópumótinu í sumar en þá var hann valinn í úrvalslið mótsins.

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid var kosinn Knattspyrnumaður árins sjötta árið í röð. Gareth er búinn að bera höfuð og herðar yfir leikmenn í Wales síðustu árin. Hann varð Evrópumeistari með Real í vor í annað sinn frá því hann fór til Spánar. Á meðfylgjandi mynd skorar Gareth fyrir Liverpool í leik við Tottenham á leiktíðinni 2012/13!

Joe Allen fór auðvitað til Stoke City í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka lykilmaður í liði Wales og er búinn að spila 32 landsleiki. Hann hefur aðeins náð að skora einu sinni það sem af er landsliðsferlinum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan