| Heimir Eyvindarson

Spáð í spilin

Liverpool tekur á móti Sunderland á Anfield í dag. Eftir afleita byrjun hjá David Moyes og félögum hefur liðið nú unnið tvo síðustu leiki og fjarlægst botnsætið. 

Liverpool er eins og fram hefur komið taplaust frá stórslysinu gegn Burnley 20. ágúst s.l. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar á eftir Chelsea, með 27 stig. Sunderland berst hinsvegar fyrir lífi sínu í neðri hlutanum, er með 8 stig í 19. sæti deildarinnar eftir 2 jafntefli, 2 sigra og 8 töp.

Jurgen Klopp sagði í vikunni að það væru allir leikir í Úrvalsdeild erfiðir. Hver á sinn hátt. Hann minntist á hin augljóslegu gæði sem Jermain Defoe býr yfir í framlínu Sunderland og síðan að það gæti reynst erfitt að finna glufur á þéttri vörn norðanmanna. ,,Við náðum ekki að skora á móti Southampton, en sköpuðum okkur 5 ágæt færi sem var jákvætt. Sunderland er svona "parking the bus" lið þannig að það getur verið ennþá erfiðara að finna glufur á þeim"

Það er ágætt að vita til þess að tölfræðin segir okkur að Liverpool hefur aldrei spilað tvo leiki í röð undr stjórn Klopp, án þess að ná að skora mark. Vonandi breytist það ekki í dag. Að vísu hjálpar það ekki upp á sakirnar að Adam Lallana verður ekki með í dag, en hann var heldur ekki með í 0-0 leikjunum gegn Manchester United og Southampton. Það er vonandi bara tilviljun. 

Í herbúðum Liverpool eru tveir fyrrum leikmenn Sunderland; Simon Mignolet og Jordan Henderson. Væntanlega mun þó einungis annar þeirra koma við sögu í leiknum í dag. Í leikmannahópi Sunderland eru tveir fyrrum Liverpool menn; Fabio Borini og Javier Manquillo. Að vísu var Manquillo aldrei í eigu Liverpool, hann kom á láni frá Atletico Madrid og var skilað áður en lánssamningurinn rann út. Manquillo er nýdottinn út úr liðinu hjá Moyes þannig að það er ólíklegt að hann komi við sögu í dag og Borini er að sjálfsögðu meiddur. 

En að okkar mönnum. Liverpool liðið hefur spilað mjög vel í vetur í langflestum leikjum og er verðskuldað í bullandi toppbaráttu. Adam Lallana er meiddur eftir landsleikjabröltið og verður ekki með í dag og eins bárust fréttir af því núna í morgun að Sturridge væri eitthvað meiddur. Ekkert alvarlegt þó. Coutinho er klár, sem skiptir kannski einna mestu máli.

Liðsuppstilling verður þá væntnalega nokkuð fyrirsjáanleg. Öftustu fimm eru klárir og væntanlega verður Henderson þar fyrir framan. Coutinho, Firmino, Mané, Wijnaldum og Can finnst mér líklegastir til þess að taka hin sætin í liðinu. Það er samt alveg spurning hvort það ætti að gefa Origi sjénsinn í dag og koma Moyes aðeins á óvart.

Það er einhver beygur í mér fyrir þennan leik. Ég hef áhyggjur af því að Sunderland geti gert okkur skráveifu í dag. Höfum það samt alveg á hreinu að við erum miklu betra fótboltalið þannig að ef allir mæta einbeittir til leiks og engin stórslys verða þá er það algjörlega réttmæt krafa að fara fram á þrjú stig. Ég spái 2-1 sigri okkar manna. Mörkin koma frá Wijnaldum og Origi.

YNWA 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan