| Grétar Magnússon

Dagseting á deildarbikarleik

Búið er að gefa út hvenær Liverpool mætir Derby County í 3. umferð enska deildarbikarsins.


Leikurinn fer fram þriðjudagskvöldið 20. september næstkomandi og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Leikið er á heimavelli Derby, Pride Park.

Derby eru þegar þetta er skrifað í 15. sæti næst efstu deildar Englands með 5 stig eftir fjóra leiki.  Þeir slógu út Carlisle í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni sem drógst heldur betur á langinn en lokatölur voru 14-13.

Með liðinu spila tveir fyrrum leikmenn félagsins, markvörðurinn Scott Carson og miðjumaðurinn Thomas Ince.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan