| Mummi

Barnaárshátíð á laugardaginn

Barnaárshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi hefur fyrir löngu síðan skapað sér góðan sess í starfi klúbbsins.  Í ár fer hún fram laugardaginn 28. maí nk. og hefst stundvíslega kl. 13:00 og stendur til 15:00.

Eins og síðustu ár verður hún haldin í íþróttahúsi Árbæjarskóla.  Húsfyllir var á síðasta ári og er ætlunin að fylla húsið aftur í ár af skemmtilegum krökkum á öllum aldri.  Við hvetjum stuðningsmenn Liverpool FC á Íslandi til að mæta á svæðið með börnin og gera sér glaðan dag.

Hvenær:
Laugardaginn 28. maí.

Klukkan hvað:
Hefst stundvíslega kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00.

Hvar:
Íþróttahúsi Árbæjarskóla.

Dagskrá:
 - Leikir og þrautir undir leiðsögn íþróttaþjálfara.
 - Liverpool leikir og mörk á breiðtjaldi fyrir fullorðnu stuðningsmennina á meðan.
 - Pizzuveisla.

Verð:
Ókeypis.

YNWA
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan