| Sf. Gutt
Það er allt eða ekkert á Old Trafford annað kvöld þegar seinni hluti Englandsorrustu Liverpool og Manchester United fer fram. Liverpool stendur betur betur að vígi eftir 2:0 sigur á Anfield í fyrri leiknum en ljóst er að ekkert má út af bera.
Heimamenn þurfa þriggja marka sigur til að komast áfram nema þá að þeir vinni 2:0 og sú verði staðan eftir framlengingu og þeir vinni svo í vítaspyrnukeppni. Nái Liverpool marki þarf Manchester United einu marki meira. Sem dæmi ef Liverpool skorar eitt mark þá þarf United fjögur.
Það er stutt a milli borganna Liverpool og Manchester á norðvestur Englandi. Í síðustu viku völdu forráðamenn United að fara fram og til baka án þess að gista nóttina fyrir leik eins og áskilið er. Fengu þeir undaþágu til þess vegna þess að ferðalagið var það stutt. Jürgen Klopp vildi á hinn bóginn fara til Manchester í dag, æfa á Old Trafford og gista. Þjóðverjinn sagðist vilja njóta alls þess um leikurinn byði upp á og þess sem fygldi honum.
Ljóst má vera að mikil rimma er framundan. Hvort lið um sig og stuðningsmenn þeirra vita ekkert betra en að klekkja á hinum og annað kvöld kemur það í ljós sem óorðið er í þessari miklu Englandsorrustu!
TIL BAKA
Allt eða ekkert!

Það er allt eða ekkert á Old Trafford annað kvöld þegar seinni hluti Englandsorrustu Liverpool og Manchester United fer fram. Liverpool stendur betur betur að vígi eftir 2:0 sigur á Anfield í fyrri leiknum en ljóst er að ekkert má út af bera.
Heimamenn þurfa þriggja marka sigur til að komast áfram nema þá að þeir vinni 2:0 og sú verði staðan eftir framlengingu og þeir vinni svo í vítaspyrnukeppni. Nái Liverpool marki þarf Manchester United einu marki meira. Sem dæmi ef Liverpool skorar eitt mark þá þarf United fjögur.

Það er stutt a milli borganna Liverpool og Manchester á norðvestur Englandi. Í síðustu viku völdu forráðamenn United að fara fram og til baka án þess að gista nóttina fyrir leik eins og áskilið er. Fengu þeir undaþágu til þess vegna þess að ferðalagið var það stutt. Jürgen Klopp vildi á hinn bóginn fara til Manchester í dag, æfa á Old Trafford og gista. Þjóðverjinn sagðist vilja njóta alls þess um leikurinn byði upp á og þess sem fygldi honum.
Ljóst má vera að mikil rimma er framundan. Hvort lið um sig og stuðningsmenn þeirra vita ekkert betra en að klekkja á hinum og annað kvöld kemur það í ljós sem óorðið er í þessari miklu Englandsorrustu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan