| Sf. Gutt

Kevin Stewart fær nýjan samning


Tilkynnt var í dag að Kevin Stewart hefði fengið nýjan samning við Liverpool. Samningurinn gildir til fjögurra ára. Kevin er búinn að leika fimm leiki á leiktíðinni og þótti standa sig mjög vel í þeim. Kevin sagði í tilefni af samningsgerðinni að félagið sýndi með þessu að í herbúðum þess hefðu menn trú á honum. ,,Þetta gefur mér aukið sjálfstraust. Þetta sýnir að hér er tiltrú á mér og eins á því að ég geti orðið góður leikmaður hérna."

Samningurinn hressir Kevin örugglega við en hann er nú meiddur. Daginn eftir að hann kom inn á í stórsigrinum á Aston Villa meiddist hann á ökkla á æfingu og verður hann frá næsta mánuðinn eða svo. Er óhætt að segja að meiðslin hafi komið á versta tíma.


Kevin Stewart, sem leikur vanalega á miðjunni kom frá Tottenham Hotspur sumarið 2014. Hann kom á frjálsri sölu því ekki var trú á því í herbúðum Spurs að hann yrði góður. Kevin hefur leikið sem lánsmaður hjá Crewe Alexandra, Cheltenham Town, Burton Albion og Swindon Town. Nú er að vona að Kevin, sem er 22. ára, nái að láta að sér kveða hjá Liverpool á næstu árum. Jürgen Klopp hefur að minnsta kosti mikla trú á piltinum!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan