| Sf. Gutt

Sá enga vítaspyrnu!


Jürgen Klopp sá ekki eina einustu vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni í gærkvöldi. Spennan var óbærileg og Þjóðverjinn fylgdist frekar með viðbrögðum áhorfenda eins og hann hefur stundum gert áður þegar leikmenn hans hafa verið að taka vítaspyrnur. 

,,Ég sá ekki eina einustu vítaspyrnu. Ég var bak við vegg af leikmönnum mínum. Ég horfi bara á þetta í sjónvarpinu heima en það var gaman að horfa á áhorfendur í staðin. Þegar upp var staðið unnum við án þess að ég horfði á og það var bara fínt."

Áður en vítaspyrnukeppnin hófst völdu Jürgen Klopp og ráðgjafar hans fimm skyttur. Svo fór að vítaspyrnukeppnin fór í bráðabana og þá þurfti að skipa nýjar skyttur sem ekki hafði verið reiknað með. Lucas Leiva tók sjöttu spyruna og enn þurfti að halda áfram. Simon Mignolet varði sjöundu spyrnu Stoke frá Marc Muniesa og Joe Allen átti þess kost að skjóta Liverpool í úrslitaleikinn. Veilsverjinn hefur stundum verið gagnrýndur en hann var öryggið uppmálað og skoraði. Jürgen sagði ekki spurningu um að Joe væri treystandi. 


,,Þetta var ekki stór ákvörðun því hann tók boltann. Það var ekki bara vegna þess að hann skoraði á móti Arsenal. Hann er bara svo fínn strákur. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir leikmenn að koma inn í leik þó svo að þeir eru vel stemmdir eins og hann er núna um þessar mundir. En hann býr yfir miklum skapstyrk. Hann stóð fyrir sínu og gerði út um leikinn fyrir okkur."


,,Ég gleðst fyrir hönd leikmanna minn að tekist hafi að komast í bikarúrslitaleik. Þeir eiga það skilið. Það er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleiki og menn þurfa að berjast fyrir því. Svoleiðis á það að vera því það er svo mikið í húfi."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan