| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti stórleikur okkar manna er gegn Manchester United á Anfield. Það er fyrir löngu kominn tími á sigur gegn United en uppskeran hefur verið rýr gegn þeim í undanförnum leikjum. Leikurinn hefst kl. 14:05 sunnudaginn 17. janúar.
Það er skammt stórra högga á milli og leikmenn fá ekki mikinn tíma nú sem endranær til að jafna sig á milli leikja. Eftir að hafa gert jafntefli við Arsenal á miðvikudaginn þurfa leikmenn nú að gíra sig upp í annan stórleik. En þar sem þetta eru Manchester United þá ætti verkefnið fyrir þá ekki að vera erfitt. Engar nýjar meiðslafréttir eru eftir síðasta leik og tróna okkar menn ekki lengur á toppnum hvað meiðslalista leikmanna varðar. Miðverðirnir Dejan Lovren og Martin Skrtel eru ennþá frá en Lovren er víst ekki langt frá því að vera klár í slaginn á ný. Divock Origi, sem fór í aðgerð á hné fyrir nokkrum dögum síðan verður ekki klár fyrr en um miðjan febrúar og Philippe Coutinho verður vonandi klár í byrjun næsta mánaðar. Allt er svo á huldu með Daniel Sturridge en Jurgen Klopp staðfesti á fréttamannafundi fyrir leikinn að Sturridge myndi ekki spila gegn United og gaf ekkert upp um hvenær hann gæti spilað á ný.
Gestirnir frá Manchester glíma ekki við mikil meiðsli í sínum leikmannahóp en þeir Bastian Schweinsteiger, Phil Jones og Nick Powell eru á meiðslalistanum og ekkert vitað um hver af þeim gæti spilað gegn Liverpool. United gerðu einnig 3-3 jafntefli í sínum leik í síðustu umferð, gegn Newcastle á útivelli en þeir hafa fengið einum degi meira í hvíld því leikur þeirra fór fram á þriðjudagskvöldið.
Það hefur verið fátt um sigra Liverpool gegn Manchester United undanfarið en síðasti sigurleikur gegn þeim var 16. mars 2014 á Old Trafford. Síðasti sigurleikur gegn þeim á Anfield var 25. september árið 2013 þegar 1-0 sigur vannst. Síðustu þrír leikir gegn þeim hafa allir tapast og sé litið til síðustu 10 viðureigna liðanna er útlitið ekki fallegt fyrir Liverpool. 3 leikir hafa unnist og 7 tapast. Síðustu 6 leikir á Anfield eru þannig að þrír hafa unnist, einn leikur endað með jafntefli og United unnið tvo leiki. Síðasti leikur á Anfield var einmitt tap gegn þessum erkifjendum, í leik sem flestir vilja varla muna eftir og allra síst Steven Gerrard sem fékk rautt spjald eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður í hálfleik. Leikurinn fór fram 22. mars í fyrra og var mikilvægur fyrir bæði lið í deildinni, með sigri hefði Liverpool komist uppfyrir United í deildinni en í staðinn náðu United 5 stiga forystu. Leikurinn endaði 1-2 þar sem Juan Mata skoraði bæði mörk gestanna, sitt í hvorum hálfleiknum, Daniel Sturridge minnkaði muninn í seinni hálfleik. Simon Mignolet kom svo í veg fyrir stærra tap með því að verja vítaspyrnu frá Wayne Rooney á lokamínútunum.
Svipað er uppá teningnum núna, þriggja stiga munur er á liðunum í deildinni, United eru í 6. sæti með 34 stig, Liverpool í því 9. með 31 stig. Með sigri er því hægt að jafna United að stigum en að sama skapi væri afskaplega vont að tapa þessum leik og vera 6 stigum á eftir þeim. Það þarf því ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins. Ljóst er að stemmningin verður ósvikin á Anfield á sunnudaginn og hvatti Jurgen Klopp alla þá sem voru á leiknum gegn Arsenal að mæta aftur á völlinn því stemmningin gegn Skyttunum var mjög góð allan leikinn. Ekki skemmir fyrir að verulegur fjöldi Íslendinga verður á vellinum en fyrsta klúbbferð ársins hjá okkur í Liverpoolklúbbnum er núna um helgina auk þess sem kop.is liðar eru einnig í borginni. Vonandi fá allir gleðilegan dag í Liverpool á morgun !
Spáin að þessu sinni er þannig að okkar menn vinna loksins sigur á United í hörkuleik 2-1. Ef menn byrja leikinn eins sterkt og gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið verður leikurinn erfiður fyrir gestina en það þarf þó að laga þessi klaufamistök í vörninni sem kosta ódýr mörk. Eins og áður sagði er fyrir löngu kominn tími á sigur gegn Rauðu Djöflunum !
Fróðleikur:
- Föstudaginn 15. janúar voru ákkúrat 100 dagar frá því að Jurgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield.
- Undir hans stjórn hefur liðið spilað 21 leik, 10 hafa unnist, 7 leikir hafa endað með jafntefli og 4 hafa tapast.
- Liðið hefur skorað 31 mark undir hans stjórn og fengið á sig 22.
- Christian Benteke er markahæstur liðsmanna félagsins með 7 mörk í öllum keppnum.
- Sé litið til Úrvalsdeildarinnar hefur Benteke skorað 6 mörk, flest allra, næstur kemur Coutinho með 5 mörk og svo Firmino með 3 mörk.
- Emre Can og Nathaniel Clyne hafa spilað flesta leiki á tímabilinu eða alls 29 talsins.
- Clyne á flesta deildarleiki en hann hefur tekið þátt í öllum 21 leikjum deildarinnar til þessa.
- Jurgen Klopp og Luis Van Gaal hafa mæst fjórum sinnum áður með sín lið (Borussia Dortmund og Bayern Munchen), báðir hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur.
Það er skammt stórra högga á milli og leikmenn fá ekki mikinn tíma nú sem endranær til að jafna sig á milli leikja. Eftir að hafa gert jafntefli við Arsenal á miðvikudaginn þurfa leikmenn nú að gíra sig upp í annan stórleik. En þar sem þetta eru Manchester United þá ætti verkefnið fyrir þá ekki að vera erfitt. Engar nýjar meiðslafréttir eru eftir síðasta leik og tróna okkar menn ekki lengur á toppnum hvað meiðslalista leikmanna varðar. Miðverðirnir Dejan Lovren og Martin Skrtel eru ennþá frá en Lovren er víst ekki langt frá því að vera klár í slaginn á ný. Divock Origi, sem fór í aðgerð á hné fyrir nokkrum dögum síðan verður ekki klár fyrr en um miðjan febrúar og Philippe Coutinho verður vonandi klár í byrjun næsta mánaðar. Allt er svo á huldu með Daniel Sturridge en Jurgen Klopp staðfesti á fréttamannafundi fyrir leikinn að Sturridge myndi ekki spila gegn United og gaf ekkert upp um hvenær hann gæti spilað á ný.
Gestirnir frá Manchester glíma ekki við mikil meiðsli í sínum leikmannahóp en þeir Bastian Schweinsteiger, Phil Jones og Nick Powell eru á meiðslalistanum og ekkert vitað um hver af þeim gæti spilað gegn Liverpool. United gerðu einnig 3-3 jafntefli í sínum leik í síðustu umferð, gegn Newcastle á útivelli en þeir hafa fengið einum degi meira í hvíld því leikur þeirra fór fram á þriðjudagskvöldið.
Það hefur verið fátt um sigra Liverpool gegn Manchester United undanfarið en síðasti sigurleikur gegn þeim var 16. mars 2014 á Old Trafford. Síðasti sigurleikur gegn þeim á Anfield var 25. september árið 2013 þegar 1-0 sigur vannst. Síðustu þrír leikir gegn þeim hafa allir tapast og sé litið til síðustu 10 viðureigna liðanna er útlitið ekki fallegt fyrir Liverpool. 3 leikir hafa unnist og 7 tapast. Síðustu 6 leikir á Anfield eru þannig að þrír hafa unnist, einn leikur endað með jafntefli og United unnið tvo leiki. Síðasti leikur á Anfield var einmitt tap gegn þessum erkifjendum, í leik sem flestir vilja varla muna eftir og allra síst Steven Gerrard sem fékk rautt spjald eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður í hálfleik. Leikurinn fór fram 22. mars í fyrra og var mikilvægur fyrir bæði lið í deildinni, með sigri hefði Liverpool komist uppfyrir United í deildinni en í staðinn náðu United 5 stiga forystu. Leikurinn endaði 1-2 þar sem Juan Mata skoraði bæði mörk gestanna, sitt í hvorum hálfleiknum, Daniel Sturridge minnkaði muninn í seinni hálfleik. Simon Mignolet kom svo í veg fyrir stærra tap með því að verja vítaspyrnu frá Wayne Rooney á lokamínútunum.
Svipað er uppá teningnum núna, þriggja stiga munur er á liðunum í deildinni, United eru í 6. sæti með 34 stig, Liverpool í því 9. með 31 stig. Með sigri er því hægt að jafna United að stigum en að sama skapi væri afskaplega vont að tapa þessum leik og vera 6 stigum á eftir þeim. Það þarf því ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins. Ljóst er að stemmningin verður ósvikin á Anfield á sunnudaginn og hvatti Jurgen Klopp alla þá sem voru á leiknum gegn Arsenal að mæta aftur á völlinn því stemmningin gegn Skyttunum var mjög góð allan leikinn. Ekki skemmir fyrir að verulegur fjöldi Íslendinga verður á vellinum en fyrsta klúbbferð ársins hjá okkur í Liverpoolklúbbnum er núna um helgina auk þess sem kop.is liðar eru einnig í borginni. Vonandi fá allir gleðilegan dag í Liverpool á morgun !
Spáin að þessu sinni er þannig að okkar menn vinna loksins sigur á United í hörkuleik 2-1. Ef menn byrja leikinn eins sterkt og gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið verður leikurinn erfiður fyrir gestina en það þarf þó að laga þessi klaufamistök í vörninni sem kosta ódýr mörk. Eins og áður sagði er fyrir löngu kominn tími á sigur gegn Rauðu Djöflunum !
Fróðleikur:
- Föstudaginn 15. janúar voru ákkúrat 100 dagar frá því að Jurgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield.
- Undir hans stjórn hefur liðið spilað 21 leik, 10 hafa unnist, 7 leikir hafa endað með jafntefli og 4 hafa tapast.
- Liðið hefur skorað 31 mark undir hans stjórn og fengið á sig 22.
- Christian Benteke er markahæstur liðsmanna félagsins með 7 mörk í öllum keppnum.
- Sé litið til Úrvalsdeildarinnar hefur Benteke skorað 6 mörk, flest allra, næstur kemur Coutinho með 5 mörk og svo Firmino með 3 mörk.
- Emre Can og Nathaniel Clyne hafa spilað flesta leiki á tímabilinu eða alls 29 talsins.
- Clyne á flesta deildarleiki en hann hefur tekið þátt í öllum 21 leikjum deildarinnar til þessa.
- Jurgen Klopp og Luis Van Gaal hafa mæst fjórum sinnum áður með sín lið (Borussia Dortmund og Bayern Munchen), báðir hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan