| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sigur á Swansea
Liverpool tókst loks að hrista af sér Evrópudrauginn og vinna deildarleik í kjölfar Evrópudeildarleiks þegar Swansea kom í heimsókn á Anfield í dag.
Jurgen Klopp gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Bordeaux á fimmtudag. Martin Skrtel kom aftur inn eftir bekkjarsetu vegna veikinda og tók sæti Kolo Toure eins og við var að búast. Emre Can og Adam Lallana komu svo inn í stað Joe Allen og Lucas Leiva, en Brassinn tók út leikbann í dag. Góðu fréttirnar fyrir leik voru þær að Jordan Henderson og Daniel Sturridge voru báðir í hópnum.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 6. mínútu komst Jordon Ibe í upplagt færi en Kyle Bartley varnarmaður Swansea náði að hirða boltann af tám Ibe sem var full lengi að athafna sig. Bartley var reyndar stálheppinn að skora ekki sjálfsmark því boltinn hrökk af honum og í stöngina. Liverpool óheppið að vera ekki marki yfir strax í upphafi leiks.
Næstu 25 mínútur eða svo var Liverpool mun sterkara liðið á vellinum en síðan jafnaðist leikurinn og það var svo sem ekkert óskaplega mikið að gerast í sóknarleik liðanna. Mikil miðjubarátta og moð, en lítið um alvöru færi. Markalaust í hálfleik á Anfield.
Swansea byrjaði seinni hálfleikinn með látum og það tók okkar menn 4-5 mínútur að komast aftur í takt við leikinn. Á 63. mínútu átti Ibe fyrirgjöf fyrir markið frá hægri sem fór greinilega í höndina á varnarmanni Swansea inni í teignum. Aðstoðardómarinn flaggaði strax og dómarinn benti á punktinn. James Milner tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Staðan 1-0.
Strax eftir vítið kom Jordan Henderson inn á fyrir Roberto Firmino, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda á Anfield. Henderson hefur verið sárt saknað og afar ánægjulegt að sjá hann á vellinum á ný. Skömmu síðar kom Sturridge inn á fyrir Benteke og fékk ekki síðri móttökur.
Mark Milner og innkomur Hendo og Studge voru hápunktar síðari hálfleiks. Mignolet fékk reyndar gult spjald fyrir að vera of lengi að koma boltanum í leik, sem vakti talsverða kátínu á Anfield.
Swansea pressaði stíft síðustu 20 mínútur leiksins eða svo og fengu á tímabili hornspyrnu í hverri einustu sókn, en sem betur fer stóðust okkar menn álagið og náðu að landa mikilvægum sigri.
Rétt eins og í leiknum gegn Bordeaux á fimmtudagskvöld var liðið ekki að sýna neinn úrvalsleik, en það er kannski þessvegna þeim mun mikilvægara að þrjú stig náðust í hús í dag. Það er gríðarlega gott fyrir sjálfstraustið að vinna líka leikina sem við eigum ekki meira en svo skilið að sigra. Þrír sigurleikir í röð og sex sigrar í síðustu sjö leikjum. Það er afskaplega jákvætt. Okkar helstu keppinautar töpuðu líka allir stigum um helgina þannig að við færðumst nær toppbaráttunni. Liverpool er í 6. sæti eftir helgina með 23 stig, sex stigum á eftir Manchester City sem er á toppnum og fjórum stigum frá fjórða sætinu. Framtíðin er björt, án þess að ég ætli mér að „jinxa" nokkurn skapaðan hlut.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Can, Milner, Lallana, Firmino (Henderson á 65. mín.), Ibe (Toure á 92. mín.), Benteke (Sturridge á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Allen, Randall og Origi.
Mark Liverpool: Milner úr víti á 63. mínútu.
Gul spjöld: Milner, Skrtel og Mignolet.
Swansea: Fabianski, Naughton, Bartley, Williams, Taylor, Britton (Cork á 64. mín.), Ki, Gylfi Sigurðsson, Ayew, Routledge (Montero á 72. mín.) og Eder (Gomis á 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Fernandez, Rangel, Nordfeldt, Grimes.
Gult spjald: Bartley.
Áhorfendur á Anfield Road: 43,905.
Maður leiksins: Þótt þetta hafi ekki verið neinn stjörnuleikur hjá okkar mönnum þá var afar mikilvægt að halda hreinu og það segir manni að vörnin og miðjan hafi haldið ágætlega. Can fannst mér mjög sterkur á miðjunni, sérstaklega framan af. Moreno var þrælduglegur í bakverðinum og Lovren var solid. Eins hjálpaði Ibe vel til hægra megin, auk þess að vera einna sprækastur okkar manna fram á við. Mér finnst frekar erfitt að gera upp á milli þessara manna en ég ætla að útnefna Lovren mann leiksins að þessu sinni. Kannski fyrst og fremst vegna þess að ég hef svo oft talað illa um hann. Hann var traustur í dag og gerði svo að segja engin mistök, sem er fremur óvenjulegt í hans tilviki.
Jürgen Klopp: Það var erfitt að spila fótbolta í rokinu í dag og Swansea voru mjög þéttir fyrir þannig að mér var gríðarlega létt þegar við náðum loks að skora. Við vörðumst vel og náðum að halda þeim í skefjum. Það er mjög mikilvægt að ná tveimur sigrum í röð í deildinni. Eins var gríðarlega ánægjulegt að fá Henderson og Sturridge til baka. Þeir eru okkur afar mikilvægir.
Jurgen Klopp gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Bordeaux á fimmtudag. Martin Skrtel kom aftur inn eftir bekkjarsetu vegna veikinda og tók sæti Kolo Toure eins og við var að búast. Emre Can og Adam Lallana komu svo inn í stað Joe Allen og Lucas Leiva, en Brassinn tók út leikbann í dag. Góðu fréttirnar fyrir leik voru þær að Jordan Henderson og Daniel Sturridge voru báðir í hópnum.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 6. mínútu komst Jordon Ibe í upplagt færi en Kyle Bartley varnarmaður Swansea náði að hirða boltann af tám Ibe sem var full lengi að athafna sig. Bartley var reyndar stálheppinn að skora ekki sjálfsmark því boltinn hrökk af honum og í stöngina. Liverpool óheppið að vera ekki marki yfir strax í upphafi leiks.
Næstu 25 mínútur eða svo var Liverpool mun sterkara liðið á vellinum en síðan jafnaðist leikurinn og það var svo sem ekkert óskaplega mikið að gerast í sóknarleik liðanna. Mikil miðjubarátta og moð, en lítið um alvöru færi. Markalaust í hálfleik á Anfield.
Swansea byrjaði seinni hálfleikinn með látum og það tók okkar menn 4-5 mínútur að komast aftur í takt við leikinn. Á 63. mínútu átti Ibe fyrirgjöf fyrir markið frá hægri sem fór greinilega í höndina á varnarmanni Swansea inni í teignum. Aðstoðardómarinn flaggaði strax og dómarinn benti á punktinn. James Milner tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Staðan 1-0.
Strax eftir vítið kom Jordan Henderson inn á fyrir Roberto Firmino, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda á Anfield. Henderson hefur verið sárt saknað og afar ánægjulegt að sjá hann á vellinum á ný. Skömmu síðar kom Sturridge inn á fyrir Benteke og fékk ekki síðri móttökur.
Mark Milner og innkomur Hendo og Studge voru hápunktar síðari hálfleiks. Mignolet fékk reyndar gult spjald fyrir að vera of lengi að koma boltanum í leik, sem vakti talsverða kátínu á Anfield.
Swansea pressaði stíft síðustu 20 mínútur leiksins eða svo og fengu á tímabili hornspyrnu í hverri einustu sókn, en sem betur fer stóðust okkar menn álagið og náðu að landa mikilvægum sigri.
Rétt eins og í leiknum gegn Bordeaux á fimmtudagskvöld var liðið ekki að sýna neinn úrvalsleik, en það er kannski þessvegna þeim mun mikilvægara að þrjú stig náðust í hús í dag. Það er gríðarlega gott fyrir sjálfstraustið að vinna líka leikina sem við eigum ekki meira en svo skilið að sigra. Þrír sigurleikir í röð og sex sigrar í síðustu sjö leikjum. Það er afskaplega jákvætt. Okkar helstu keppinautar töpuðu líka allir stigum um helgina þannig að við færðumst nær toppbaráttunni. Liverpool er í 6. sæti eftir helgina með 23 stig, sex stigum á eftir Manchester City sem er á toppnum og fjórum stigum frá fjórða sætinu. Framtíðin er björt, án þess að ég ætli mér að „jinxa" nokkurn skapaðan hlut.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Can, Milner, Lallana, Firmino (Henderson á 65. mín.), Ibe (Toure á 92. mín.), Benteke (Sturridge á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Allen, Randall og Origi.
Mark Liverpool: Milner úr víti á 63. mínútu.
Gul spjöld: Milner, Skrtel og Mignolet.
Swansea: Fabianski, Naughton, Bartley, Williams, Taylor, Britton (Cork á 64. mín.), Ki, Gylfi Sigurðsson, Ayew, Routledge (Montero á 72. mín.) og Eder (Gomis á 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Fernandez, Rangel, Nordfeldt, Grimes.
Gult spjald: Bartley.
Áhorfendur á Anfield Road: 43,905.
Maður leiksins: Þótt þetta hafi ekki verið neinn stjörnuleikur hjá okkar mönnum þá var afar mikilvægt að halda hreinu og það segir manni að vörnin og miðjan hafi haldið ágætlega. Can fannst mér mjög sterkur á miðjunni, sérstaklega framan af. Moreno var þrælduglegur í bakverðinum og Lovren var solid. Eins hjálpaði Ibe vel til hægra megin, auk þess að vera einna sprækastur okkar manna fram á við. Mér finnst frekar erfitt að gera upp á milli þessara manna en ég ætla að útnefna Lovren mann leiksins að þessu sinni. Kannski fyrst og fremst vegna þess að ég hef svo oft talað illa um hann. Hann var traustur í dag og gerði svo að segja engin mistök, sem er fremur óvenjulegt í hans tilviki.
Jürgen Klopp: Það var erfitt að spila fótbolta í rokinu í dag og Swansea voru mjög þéttir fyrir þannig að mér var gríðarlega létt þegar við náðum loks að skora. Við vörðumst vel og náðum að halda þeim í skefjum. Það er mjög mikilvægt að ná tveimur sigrum í röð í deildinni. Eins var gríðarlega ánægjulegt að fá Henderson og Sturridge til baka. Þeir eru okkur afar mikilvægir.
Fróðleikur:
-Þetta var í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Liverpool tekst að landa sigri í næsta deildarleik á eftir Evrópudeildarleik.
-Þetta var 10. leikur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Aðeins einn leikur af þessum 10 hefur tapast, gegn Crystal Palace á Anfield fyrir réttum þremur vikum. Þrír leikir hafa endað með jafntefli en sex unnist. Það er fullkomlega ásættanleg byrjun hjá Þjóðverjanum.
-Þetta er einungis þriðji sigurleikur Liverpool á Anfield í deildinni í vetur. Hinir tveir sigrarnir voru gegn Bournemouth og Aston Villa.
-Þess má geta, þótt það komi þessum leik ekki nokkurn skapaðan hlut við að í dag eru nákvæmlega 17 ár síðan Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann eyddi deginum á Anfield, en virkaði þreyttur í upphafi leiks.
-Þetta var 10. leikur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Aðeins einn leikur af þessum 10 hefur tapast, gegn Crystal Palace á Anfield fyrir réttum þremur vikum. Þrír leikir hafa endað með jafntefli en sex unnist. Það er fullkomlega ásættanleg byrjun hjá Þjóðverjanum.
-Þetta er einungis þriðji sigurleikur Liverpool á Anfield í deildinni í vetur. Hinir tveir sigrarnir voru gegn Bournemouth og Aston Villa.
-Þess má geta, þótt það komi þessum leik ekki nokkurn skapaðan hlut við að í dag eru nákvæmlega 17 ár síðan Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann eyddi deginum á Anfield, en virkaði þreyttur í upphafi leiks.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan