| Sf. Gutt

Vonbrigði en jákvæð teikn á lofti!

Danny Ings kom sterkur til leiks á móti Norwich og skoraði gott mark. Hann sagði mikil vonbrigði í herbúðum Liverpool eftir leikinn en samt telur hann að jákvæð teikn hafi verið á lofti í leiknum.

,,Við vorum gríðarlega vonsviknir með að hafa ekki náð þremur stigum þegar við komum út af. Miðað við færin sem við fengum þá held ég að allir á vellinum hafi verið sama sinnis."

Danny telur þó að jákvæð teikn hafi verið á lofti og liðinu eigi að geta farið að ganga betur.

,,Það var fullt af jákvæðum teiknum á lofti og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Leikurinn var daufur til að byrja með en við rifum okkur í gang, sköpuðum fullt af færum og við getum tekið ýmislegt jákvætt úr leiknum."

Voanndi kemur Danny nú inn í byrjunarliðið því hann er búinn að vera einna bestur leikmanna Liverpool það sem af er. En hann verður reyndar að fá að spila í framlínunni!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan