| Sf. Gutt

Jordan spilaði hálfmeiddur

Jordan Henderson fór af velli snemma í síðari hálfleik á móti Bournemouth. Hann spilaði leikinn hálfmeiddur og það verður að koma í ljós hvort hann getur spilað næsta leik sem verður gegn Arsenal í London næsta mánudag.

Brendan Rodgers sagði eftir leikinn að Jordan hefði fundið til í öðrum fætinum dagana fyrir leikinn og ekki getað æft á hverjum degi. Hann hafi að auki tekið verkjatöflur fyrir leikinn. En sársaukinn var orðinn of mikill í byrjun síðari hálfleiks og fyrirliðinn varð að fara af velli. Emre Can kom til leiks í hans stað og stóð sig vel.

Þrátt fyrir að vera kvalinn þá stóð Jordan fyrir sínu og lagði meira að segja upp markið fyrir Christian Benteke. En það sýnir hversu magnaður Jordan er að hann skuli hafa farið hálfmeiddur til leiks. Vonandi verður Jordan ekki frá leik gegn Arsenal því hann er algjör lykilmaður.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan