| Mummi

Liverpool Open 2015 - forskráning

Golfmót Liverpoolklúbbsins "Liverpool Open 2015" verður haldið á hinum glæsilega Húsatóftavelli í Grindavík þann 15. ágúst nk.

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 13:00 og eiga keppendur að mæta klukkan 12:00.

Mótið er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf er 24 hjá körlum en 28 hjá konum. Einungis þeir sem hafa löglega skráða forgjöf samkvæmt GSÍ geta unnið til verðlauna.

Mótsgjald 5800 kr., innifalið í mótsgjaldi teiggjöf og lambalæris hlaðborð að hætti hússins að móti loknu.

- Glæsileg verðlaun
- Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum
- Lengsta drive

Ferðavinningur fyrir einn dreginn út úr skorkortum, ásamt fjölda skorkortsvinninga ATH aðeins viðstaddir geta unnið til verðlauna

Sami aðili getur ekki unnið til verðlauna í höggleik og punktakeppni. 

Að sjálfsögðu fá meðlimir Liverpoolklúbbsins forgang í mótið og geta skráð sig með því að senda póst á [email protected] fyrir 4. ágúst.  Eftir það verður opnað fyrir skráningar á golf.is. Í fyrra fylltist mótið á met tíma og því um að gera að hafa hraðar hendur.

Skylda er að vera vel merktur Liverpool Football Club í mótinu, mótsstjórn er heimilt að vísa mönnum frá séu menn ómerktir eða "illa" merktir 

Mótsgjaldið greiðist á staðnum

Með Liverpool kveðju
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan