| Sf. Gutt
Steven Gerrrard bað liðsfélaga sína, framkvæmdastjórann og stuðningsmenn Liverpool afsökunar eftir leikinn við Manchester United. Steven fór í sjónvarpsviðatal eftir leik og sagði meðal annars þetta.
,,Ég verð að sætta mig við að dómurinn var réttur. Ég hef brugðist liðsfélögum mínum og framkvæmdastjóranum í dag. En það sem meira máli skiptir þá hef ég líka brugðist öllum stuðningsmönnunum og ég tek fulla ábyrgð á því sem ég gerði."
Steven sagði að hann hefði brugðist ranglega við aðstæðum og með alla sína reynslu hefði hann átt að vita betur. Eins og allir vita var ekki búin ein mínúta af síðari hálfleiknum þegar Steven fékk rauða spjaldið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Segja verður að Steven Gerrard er maður að meiri fyrir að biðjast afsökunar en svona góður og reyndur leikmaður átti ekki að falla í þessa gryfju. En hann er víst ekki fullkominn!
Steven fer nú í þriggja leikja bann. Verður þar skarð fyrir skildi!
TIL BAKA
Steven biðst afsökunar!

,,Ég verð að sætta mig við að dómurinn var réttur. Ég hef brugðist liðsfélögum mínum og framkvæmdastjóranum í dag. En það sem meira máli skiptir þá hef ég líka brugðist öllum stuðningsmönnunum og ég tek fulla ábyrgð á því sem ég gerði."
Steven sagði að hann hefði brugðist ranglega við aðstæðum og með alla sína reynslu hefði hann átt að vita betur. Eins og allir vita var ekki búin ein mínúta af síðari hálfleiknum þegar Steven fékk rauða spjaldið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Segja verður að Steven Gerrard er maður að meiri fyrir að biðjast afsökunar en svona góður og reyndur leikmaður átti ekki að falla í þessa gryfju. En hann er víst ekki fullkominn!
Steven fer nú í þriggja leikja bann. Verður þar skarð fyrir skildi!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki -
| Sf. Gutt
Trent ekki tilbúinn -
| Sf. Gutt
Leikmannahópar Liverpool tilkynntir
Fréttageymslan