| Heimir Eyvindarson

Frægur fyrir leik

Felix Bergsson leikari, söngvari og útvarpsmaður er harður stuðningsmaður Liverpool. Hann byrjaði ungur að halda með Liverpool, í óþökk pabba síns sem studdi Manchester United. Vel gert! 

Felix Bergsson er ,,frægur fyrir leik" að þessu sinni.

Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Ég byrjaði að styðja Liverpool ungur að aldri. Ég sparkaði með vinstri eins og Keegan. Svo voru L'pool bara bestir! Pabbi hélt með Man United en við bræðurnir gerðum uppreisn um 5 ára aldurinn og urðum Liverpool menn. Svo fengum við Liverpool búninga frá Felix Valssyni frænda mínum í jólagjöf þegar ég var 9 ára og þar með var þetta endanlega komið.

Hvaða leikmaður í Liverpool sögunni er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Úff erfitt. Keegan, Dalglish, Owen, Alonso, Torrez, Suarez. Já og auðvitað Gerrard. Alltaf Gerrard.

Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Ég er mjög hrifinn af Coutinho. Skil ekki hvers vegna það var ekki pláss fyrir hann í hugmyndasnauðu brasilísku landsliði í fyrra. Ég nefni líka Mignolet. Mjög vanmetinn leikmaður.

Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði fyrir valinu?
Ég vil fá Suarez aftur. Bara rífa úr honum tennurnar...  Zlatan heillar mig ekki. Of mikil prímadonna.

Hvernig fer leikurinn gegn Manchester United um helgina?
Við vinnum United. Trúi því. Þori ekki að nefna markatölu en eigum við ekki að segja að Coutinho töfri fram góð úrslit.

Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Við tökum 4. sætið af United. Gætum jafnvel náð þriðja ef Arsenal fer á taugum. En segi 4. Það væri ljúft.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan