| Sf. Gutt
Steven Gerrard er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla frá því í síðasta mánuði. Nú er að sjá hvort hann kemur inn í liðshópinn fyrir leik Liverpool og Burnley á morgun.
Steven fór meiddur af velli þegar Liverpool vann Tottenham 3:2 í síðasta mánuði. Hann var þá stirður aftan í læri og þurfti að fara í meðferð vegna þeirra meiðsla. Þó svo að Liverpool hafi gengið býsna vel frá því Steven meiddist þá er ekki vafi á því að endurkoma fyrirliðans styrkir liðið. Hann og Raheem Sterling hafa til dæmis skorað flest mörk leikmanna Liverpool á leiktíðinni eða 10 talsins.
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool á Melwood í gær.
TIL BAKA
Steven byrjaður að æfa!

Steven Gerrard er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla frá því í síðasta mánuði. Nú er að sjá hvort hann kemur inn í liðshópinn fyrir leik Liverpool og Burnley á morgun.

Steven fór meiddur af velli þegar Liverpool vann Tottenham 3:2 í síðasta mánuði. Hann var þá stirður aftan í læri og þurfti að fara í meðferð vegna þeirra meiðsla. Þó svo að Liverpool hafi gengið býsna vel frá því Steven meiddist þá er ekki vafi á því að endurkoma fyrirliðans styrkir liðið. Hann og Raheem Sterling hafa til dæmis skorað flest mörk leikmanna Liverpool á leiktíðinni eða 10 talsins.
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool á Melwood í gær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan