| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Áfram í bikarnum
Liverpool unnu Crystal Palace í 16-liða úrslitum FA Bikarsins á Selhurst Park. Liðið lenti undir í leiknum en sneri dæminu við í seinni hálfleik.
Rodgers gerði ekki margar breytingar á liðinu sem byrjaði leikinn og er ljóst að hann leggur mikla áherslu á að vinna þessa keppni. Raheem Sterling var ennþá á sjúkralistanum og Daniel Sturridge byrjaði sinn annan leik í röð. Joe Allen kom inná miðjuna þar sem Steven Gerrard er meiddur og þar sem Jordon Ibe má ekki spila í þessari keppni fór Lazar Markovic niður í hægri vængbakvarðastöðuna.
Heimamenn í Crystal Palace hafa staðið sig vel síðan Alan Pardew tók við framkvæmdastjórastarfinu og sjálfstraustið er gott í liðinu. Það kom því ekki á óvart að þeir voru beittir í upphafi leiks á velli sem hafði verið gríðarlega vel vökvaður fyrir leik. Það gerði það að verkum að gestirnir virtust eiga erfiðara með að fóta sig og runnu leikmenn Liverpool oft til á sleipu grasinu.
Auk þess hefur Liverpool ekki sótt gull í greipar Palace á þessum velli í gegnum tíðina og síðustu tveir leikir á þessum velli er eitthvað sem enginn vill muna eftir. Leikurinn byrjaði því eins og handrit sem heimamenn vildu skrifa, eftir aðeins 15 mínútur var Fraizer Campbell búinn að koma Palace í 1-0. Skrtel náði ekki að skalla háa sendingu innfyrir nógu vel frá og Dwight Gayle setti pressu á Mignolet á miðjum vítateig. Belginn náði bara að slá boltann stutt og Campbell kom aðvífandi og setti boltann í markið.
Áður en markið kom höfðu heimamenn verið mun líklegri til að skora, Skrtel þurfti t.d. að hafa sig allan við til að hreinsa sendingu frá Gayle frá marki. En gestirnir virtust vakna til lífsins við að fá mark á sig en varnarmúr Palace var þéttur fyrir. Það náðist þó að skapa hættu uppvið mark heimamanna. Moreno sendi góða sendingu á Henderson og hann sendi fljótt innfyrir á Lallana sem skaut að marki en Speroni varði vel í markinu. Philippe Coutinho þrumaði svo að marki í góðri stöðu en snögg viðbrögð Dann í vörninni urðu til þess að hann náði að komast í veg fyrir skotið.
Seint í fyrri hálfeik virtist Souare brjóta á Sturridge inní vítateig en ekkert var dæmt. Gayle var svo sem fyrr ógnandi hinumegin en Skrtel bægði hættunni frá. Gayle leiðist ekki að spila á móti Liverpool en hann hafði skorað fjögur mörk í síðustu þrem viðureignum liðanna. Hann fékk svo frábært færi í lokin en Mignolet átti gott úthlaup og varði vel, mikilvæg markvarsla þar.
Rodgers gerði svo breytingar í hálfleik. Setti Mario Balotelli inná í stað Lazar Markovic og Ítalinn fór því beint í sóknina með Sturridge.
Breytingarnar virtust virka því fimm mínútum síðar var staðan jöfn 1-1. Liðið lék vel á milli sín og Henderson sendi flottan bolta innfyrir vörnina frá hægri. Sturridge spyrnti viðstöðulaust í boltann og hann hafnaði í markinu, flott samspil þar á ferðinni og leikurinn opinn að nýju. Gestirnir hertu takið á leiknum og héldu áfram að þjarma að Palace. Á 57. mínútu var Balotelli felldur rétt fyrir utan vítateig og hann tók spyrnuna að sjálfsögðu sjálfur. Hann þrumaði að marki en Speroni varði fast skot út í vítateiginn aftur. Þar var Lallana mættur fyrstur manna og hann sendi boltann í markið við gríðarlegan fögnuð. Staðan orðin 1-2.
Ekki mikið stórvægilegt gerðist það sem eftir lifði leiks. Liverpool menn héldu boltanum vel og vörðu forskot sitt. Rickie Lambert kom inná fyrir Sturridge og Lovren kom inná fyrir Coutinho til að þétta raðirnar. Það er skemmst frá því að segja að engin hætta skapaðist hjá heimamönnum og þeir máttu sætta sig við tap, 1-2 og syngjandi stuðningsmenn ,,Travelling Kop" fögnuðu innilega í leikslok.
Crystal Palace: Speroni, Kelly (Guédioura, 63. mín.), Dann, Hangeland, Souaré, Bolasie (Zaha, 72.), Ward, Ledley, Gayle, Chamakh (Puncheon, 45. mín.), Campbell. Ónotaðir varamenn: Hennessey, Mariappa, Murray, Delaney.
Mark Crystal Palace: Fraizer Campbell (15. mín.).
Gult spjald: Chamakh.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Markovic (Balotelli, 45. mín.), Henderson, Allen, Moreno, Coutinho (Lovren, 79. mín.), Sturridge (Lambert, 78. mín.), Lallana. Ónotaðir varamenn: Ward, Johnson, Manquillo, Borini.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (49. mín.) og Adam Lallana (58. mín.).
Gul spjöld: Mignolet, Can, Henderson.
Maður leiksins: Ætli það sé ekki við hæfi að velja Simon Mignolet sem mann leiksins að þessu sinni. Belginn hefur heldur betur stigið upp undanfarið og sýnt af hverju hann á heima í þessu liði á ný. Frábær markvarsla hans í lok fyrri hálfleiks hélt liðinu inní leiknum og hann var öruggur í öllum sínum aðgerðum í leiknum.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst við vera framúrskarandi. Eftir að hafa fengið á okkur mark fannst mér liðið vera mjög gott. Þetta var vissulega önnur tilfinning frá því áður á þessum velli. Ég held að allir hafi séð sjálfstraustið í liðinu og samstöðuna í því. Alan Pardew hefur unnið virkilega gott starf síðan hann kom til Palace og gert þá virkilega erfiða viðureignar og hann hefur unnið leiki. Að ná þessum sigri á þann hátt sem við gerðum með þessum mörkum og færum sem við sköpuðum, var mjög ánægjulegt."
Fróðleikur:
- Liverpool er nú komið í 8-liða úrslit FA Bikarsins í fyrsta sinn síðan 2011. Þá fór liðið alla leið í úrslit en beið þar lægri hlut fyrir Chelsea í úrslitaleik.
- Adam Lallana skoraði sitt 5. mark á tímabilinu.
- Daniel Sturridge skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu.
- Steven Gerrard er enn markahæstur allra í liðinu með 10 mörk í öllum keppnum.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Rodgers gerði ekki margar breytingar á liðinu sem byrjaði leikinn og er ljóst að hann leggur mikla áherslu á að vinna þessa keppni. Raheem Sterling var ennþá á sjúkralistanum og Daniel Sturridge byrjaði sinn annan leik í röð. Joe Allen kom inná miðjuna þar sem Steven Gerrard er meiddur og þar sem Jordon Ibe má ekki spila í þessari keppni fór Lazar Markovic niður í hægri vængbakvarðastöðuna.
Heimamenn í Crystal Palace hafa staðið sig vel síðan Alan Pardew tók við framkvæmdastjórastarfinu og sjálfstraustið er gott í liðinu. Það kom því ekki á óvart að þeir voru beittir í upphafi leiks á velli sem hafði verið gríðarlega vel vökvaður fyrir leik. Það gerði það að verkum að gestirnir virtust eiga erfiðara með að fóta sig og runnu leikmenn Liverpool oft til á sleipu grasinu.
Auk þess hefur Liverpool ekki sótt gull í greipar Palace á þessum velli í gegnum tíðina og síðustu tveir leikir á þessum velli er eitthvað sem enginn vill muna eftir. Leikurinn byrjaði því eins og handrit sem heimamenn vildu skrifa, eftir aðeins 15 mínútur var Fraizer Campbell búinn að koma Palace í 1-0. Skrtel náði ekki að skalla háa sendingu innfyrir nógu vel frá og Dwight Gayle setti pressu á Mignolet á miðjum vítateig. Belginn náði bara að slá boltann stutt og Campbell kom aðvífandi og setti boltann í markið.
Áður en markið kom höfðu heimamenn verið mun líklegri til að skora, Skrtel þurfti t.d. að hafa sig allan við til að hreinsa sendingu frá Gayle frá marki. En gestirnir virtust vakna til lífsins við að fá mark á sig en varnarmúr Palace var þéttur fyrir. Það náðist þó að skapa hættu uppvið mark heimamanna. Moreno sendi góða sendingu á Henderson og hann sendi fljótt innfyrir á Lallana sem skaut að marki en Speroni varði vel í markinu. Philippe Coutinho þrumaði svo að marki í góðri stöðu en snögg viðbrögð Dann í vörninni urðu til þess að hann náði að komast í veg fyrir skotið.
Seint í fyrri hálfeik virtist Souare brjóta á Sturridge inní vítateig en ekkert var dæmt. Gayle var svo sem fyrr ógnandi hinumegin en Skrtel bægði hættunni frá. Gayle leiðist ekki að spila á móti Liverpool en hann hafði skorað fjögur mörk í síðustu þrem viðureignum liðanna. Hann fékk svo frábært færi í lokin en Mignolet átti gott úthlaup og varði vel, mikilvæg markvarsla þar.
Rodgers gerði svo breytingar í hálfleik. Setti Mario Balotelli inná í stað Lazar Markovic og Ítalinn fór því beint í sóknina með Sturridge.
Breytingarnar virtust virka því fimm mínútum síðar var staðan jöfn 1-1. Liðið lék vel á milli sín og Henderson sendi flottan bolta innfyrir vörnina frá hægri. Sturridge spyrnti viðstöðulaust í boltann og hann hafnaði í markinu, flott samspil þar á ferðinni og leikurinn opinn að nýju. Gestirnir hertu takið á leiknum og héldu áfram að þjarma að Palace. Á 57. mínútu var Balotelli felldur rétt fyrir utan vítateig og hann tók spyrnuna að sjálfsögðu sjálfur. Hann þrumaði að marki en Speroni varði fast skot út í vítateiginn aftur. Þar var Lallana mættur fyrstur manna og hann sendi boltann í markið við gríðarlegan fögnuð. Staðan orðin 1-2.
Ekki mikið stórvægilegt gerðist það sem eftir lifði leiks. Liverpool menn héldu boltanum vel og vörðu forskot sitt. Rickie Lambert kom inná fyrir Sturridge og Lovren kom inná fyrir Coutinho til að þétta raðirnar. Það er skemmst frá því að segja að engin hætta skapaðist hjá heimamönnum og þeir máttu sætta sig við tap, 1-2 og syngjandi stuðningsmenn ,,Travelling Kop" fögnuðu innilega í leikslok.
Crystal Palace: Speroni, Kelly (Guédioura, 63. mín.), Dann, Hangeland, Souaré, Bolasie (Zaha, 72.), Ward, Ledley, Gayle, Chamakh (Puncheon, 45. mín.), Campbell. Ónotaðir varamenn: Hennessey, Mariappa, Murray, Delaney.
Mark Crystal Palace: Fraizer Campbell (15. mín.).
Gult spjald: Chamakh.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Markovic (Balotelli, 45. mín.), Henderson, Allen, Moreno, Coutinho (Lovren, 79. mín.), Sturridge (Lambert, 78. mín.), Lallana. Ónotaðir varamenn: Ward, Johnson, Manquillo, Borini.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (49. mín.) og Adam Lallana (58. mín.).
Gul spjöld: Mignolet, Can, Henderson.
Maður leiksins: Ætli það sé ekki við hæfi að velja Simon Mignolet sem mann leiksins að þessu sinni. Belginn hefur heldur betur stigið upp undanfarið og sýnt af hverju hann á heima í þessu liði á ný. Frábær markvarsla hans í lok fyrri hálfleiks hélt liðinu inní leiknum og hann var öruggur í öllum sínum aðgerðum í leiknum.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst við vera framúrskarandi. Eftir að hafa fengið á okkur mark fannst mér liðið vera mjög gott. Þetta var vissulega önnur tilfinning frá því áður á þessum velli. Ég held að allir hafi séð sjálfstraustið í liðinu og samstöðuna í því. Alan Pardew hefur unnið virkilega gott starf síðan hann kom til Palace og gert þá virkilega erfiða viðureignar og hann hefur unnið leiki. Að ná þessum sigri á þann hátt sem við gerðum með þessum mörkum og færum sem við sköpuðum, var mjög ánægjulegt."
Fróðleikur:
- Liverpool er nú komið í 8-liða úrslit FA Bikarsins í fyrsta sinn síðan 2011. Þá fór liðið alla leið í úrslit en beið þar lægri hlut fyrir Chelsea í úrslitaleik.
- Adam Lallana skoraði sitt 5. mark á tímabilinu.
- Daniel Sturridge skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu.
- Steven Gerrard er enn markahæstur allra í liðinu með 10 mörk í öllum keppnum.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan