| Grétar Magnússon

Endurtekinn leikur við Bolton

Búið er að tilkynna hvenær Bolton og Liverpool mætast á ný í ensku bikarkeppninni.

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 4. febrúar og hefst hann kl. 19:45. Að þessu sinni er leikið á heimavelli Bolton, Macron Stadium, sem áður hét Reebook Stadium.

Dregið er í 5. umferð keppninnar síðar í dag (mánudag) og verður þá ljóst hvaða lið mætir sigurvegaranum úr þessum leik.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan