Verðum að bæta okkur!
Liverpool fór illa úr úr heimsókn sinni til London á laugardaginn þar sem liðið tapaði fyrir West Ham. Raheem Sterling segir að leikmenn liðsins verði að bæta sig.
,,Strákarnir eru vonsviknir en við mætum aftur á æfingavöllinn og svo er næsti leikur á þriðjudagskvöldið á móti Middlesbrough í Deildarbikarnum. Við erum alveg nógu góðir til að til að ná einu af fjórum efstu sætunum. Það stendur bara upp á okkur að taka okkur saman í andlitinu og fara að spila eins og við vitum allir að við getum. Þetta er allt áhyggjuefni en við verðum að koma okkur í gang aftur."
Sumir telja að leikmenn Liverpool ráði ekki við að spila í Meistaradeildinni og benda á að báðir leikirnir í kringum fyrsta Evrópuleikinn hafi tapast. Raheem er ekki sammála því.
,,Við getum ekki notað það sem afsökun að spila í Meistaradeildinni. Það eru önnur lið í Úrvalsdeildinni að gera það sama og eru samt að vinna leiki."
Liverpool hefur ekki byrjað leiktíðina vel en Raheem getur verið nokkuð sáttur við sitt en hann er búinn að skora þrjú mörk.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!