Góðar móttökur hjá öllum á vellinum!
Þegar Rickie Lambert kom til leiks í leik Liverpool og Southampton í gær var honum fagnað af stuðningsmönnum beggja liða. Rickie segir það hafa verið magnaða stund þegar hann kom til leiks í fyrsta leik sínum með Liverpool. Hann segir að það hafi verið mjög þýðingarmikið að fá góðar móttökur hjá stuðningsmönnum beggja liða. Stuðningsmenn Liverpool tóku honum með lófataki þegar hann kom aftur til Liverpool en þar æfði hann fram á unglingsár. En það var líka vel eftir því tekið hversu vel fylgismenn Southampton tóku honum þegar hann skipti við Philippe Coutinho.
,,Þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig. Auðvitað var gaman að fá svona góðar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool af því ég var að spila minn fyrsta leik og uppfylla draum sem ég átti. En það var líka gaman að fá svona móttökur hjá stuðningsmönnum Southampton. Mér fannst þeir sýna mér mikla virðingu og ég er mjög þakklátur fyrir það. Ég reyndi að sýna þeim virðingu mína þegar ég fór út af vellinum. Ég ber mikla virðingu fyrir Southampton og sérstaklega stuðningsmönnum liðsins."
Rickie lék með Southampton frá 2009 til 2014 og raðaði inn mörkum sem hjálpuðu til við að koma liðinu upp í efstu deild. Hann ávann sér miklar vinsældir og virðingu eins og kom í ljós í gær. Félaga hans Dejan Lovren var ekki eins vel tekið af stuðningsmönnum Southampton en það var baulað á hann. Í Southampton þykir hann hafa svikið málstaðinn en Rickie fór á hinn bóginn í góðu.
Rickie segir hinn nauma sigur Liverpool hafa verið mjög mikilvægan.
,,Því fyrr sem maður nær fyrsta sigrinum því betra. Það róar mann og hjálpar til við að ná taktinum fyrr og betur. Það mikilvægasta var að ná fyrsta sigrinum í hús. Þetta er fullkominn stökkpallur fyrir næsta leik. Við eigum nokkra erfiða leiki framundan."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum