| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Robbie Fowler opinber sendiherra Liverpool !
Í dag var tilkynnt að Íslandsvinurinn Robbie Fowler hafi verið útnefndur formlegur sendiherra Liverpool F.C. Hann hefur oft komið fram fyrir hönd Liverpool upp á síðkastið en núna hefur hann fengið formlega stöðu sendiherra.
Fowler gekk til liðs við félagið 9 ára að aldri og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið 18 ára gamall, árið 1993, og tóku stuðningsmenn strax ástfóstri við hann. Hann fagnaði Deildarbikartitli árið 1995 og átti stóran þátt í velgengni Liverpool í þrennutímabilinu 2000/01. Hann var seldur frá félaginu síðar það ár en sneri aftur fimm árum síðar og var hjá félaginu í 18 mánuði. Alls skoraði hann 183 mörk í 369 leikjum fyrir Liverpool.
,,Liverpool hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi síðastliðinn 30 ár," sagði Robbie. ,,Það var mikill heiður að spila fyrir þetta félag og nú eru það enn meiri forréttindi að vera beðinn um að vera sendiherra."
,,Ég hlakka til að vera andlit félagsins út á við og mun gera hvað sem ég get til að stuðla að velgengni innan vallar sem utan."
Sem sendiherra félagsins mun Robbie vera viðstaddur leiki liðsins, vinna með samstarfsaðilum félagsins, stuðla að ýmsum viðburðum á heimsvísu og vinna sem leiðbeinandi í Akademíunni.
Hans fyrsta verk sem sendiherra félagsins verður þegar hann hittir aðallið félagsins í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Þess má svo að lokum geta að ítarlegt viðtal er við Robbie í nýjasta tölublaði Rauða Hersins sem verður sent út til félagsmanna síðar í þessum mánuði.
Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Robbie eftir að hann var skipaður sendiherra.
Hér eru myndir frá ferli Robbie af vefsíðu Liverpool Echo.
Fowler gekk til liðs við félagið 9 ára að aldri og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið 18 ára gamall, árið 1993, og tóku stuðningsmenn strax ástfóstri við hann. Hann fagnaði Deildarbikartitli árið 1995 og átti stóran þátt í velgengni Liverpool í þrennutímabilinu 2000/01. Hann var seldur frá félaginu síðar það ár en sneri aftur fimm árum síðar og var hjá félaginu í 18 mánuði. Alls skoraði hann 183 mörk í 369 leikjum fyrir Liverpool.
,,Liverpool hefur verið gríðarstór hluti af mínu lífi síðastliðinn 30 ár," sagði Robbie. ,,Það var mikill heiður að spila fyrir þetta félag og nú eru það enn meiri forréttindi að vera beðinn um að vera sendiherra."
,,Ég hlakka til að vera andlit félagsins út á við og mun gera hvað sem ég get til að stuðla að velgengni innan vallar sem utan."
Sem sendiherra félagsins mun Robbie vera viðstaddur leiki liðsins, vinna með samstarfsaðilum félagsins, stuðla að ýmsum viðburðum á heimsvísu og vinna sem leiðbeinandi í Akademíunni.
Hans fyrsta verk sem sendiherra félagsins verður þegar hann hittir aðallið félagsins í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Þess má svo að lokum geta að ítarlegt viðtal er við Robbie í nýjasta tölublaði Rauða Hersins sem verður sent út til félagsmanna síðar í þessum mánuði.
Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Robbie eftir að hann var skipaður sendiherra.
Hér eru myndir frá ferli Robbie af vefsíðu Liverpool Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan