Viðræður um sölu Luis Suarez hafnar!
Luis Suarez fer að öllum líkindum frá Liverpool á næstu vikum. Að minnsta kosti eru hafnar viðræður um sölu á honum. Liverpool Echo greindi frá því í gærkvöldi að Ian Ayre forstjóri Liverpool hafi hitt fulltrúa Barcelona í gær. Eftir heimildum Liverpool Echo þá fóru viðræður vel af stað og þeim verður haldið áfram.
Forráðamenn Liverpool virðast hafa fengið nóg af Luis og ákvörðun hefur verið tekin um að selja þennan magnaða leikmann. Samkvæmt frétt Liverpool Echo vill Liverpool fá um 70 milljónir sterlingspunda fyrir Luis. Það kemur þó til greina að fá einhvern góðan leikmann í skiptum. Alexis Sanchez er helst nefndur. Það er þó talið að hann sé ekki mjög spenntur fyrir því að fara til Liverpool og vilji heldur fara til Arsenal.
Liverpool hefur þó öll spil á hendi í sambandi við þetta söluferli. Luis er á samningi hjá Liverpool og því geta forráðamenn félagsins sett upp það verð sem vill. Það má þó ljóst vera að Luis vill fara og Barcelona vill fá hann. Nú er að sjá hvort samningar nást en það er næsta víst, hvort sem stuðningsmönnum Liverpool líkar betur eða verr, að Luis Suarez er á förum!
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!