| Grétar Magnússon

Vilt þú spila fótbolta á Anfield ?

Þann 20. maí nk. verður haldið 16 liða fótboltamót milli stuðningsmannaklúbba Liverpool FC á Anfield. Um er að ræða 5 manna lið með þremur varamönnum. Ekkert takmark er á skiptingum. Spilað er á 1 / 4 hluta vallarins.


Okkur til mikillar ánægju þá erum við einn þessara 16 klúbba og ætlum við að sjálfsögðu að reyna að senda lið út.

Þeir sem fara út, gera það á eigin vegum.

Þetta er að kjörið tækifæri fyrir marga til að láta gamlan draum rætast!
Ef þú hefur áhuga, sendu okkur tölvupóst á [email protected] með nafni og símanúmeri fyrir 21. apríl nk.

Liðsstjóri er Árni Þór Freysteinsson.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan