Allt það helsta um Robbie Fowler!
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi fyrir árið 2014 fer fram á laugardagskvöldið. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Robbie Fowler. Hér er allt það helsta um hann.
Nafn: Robert Bernard Fowler.
Fæðingardagur: 9. apríl 1975.
Fæðingarstaður: Toxteth í Liverpool á Englandi.
Félög: Liverpool (1993 til 2001), Leeds United (2001 til 2003), Manchester City (2003 til 2006), Liverpool (2006 til 2007), Cardiff City (2007 til 2008), Blackburn Rovers (2008), North Queensland Fury í Ástralíu (2009 til 2010), Perth Glory í Ástralíu (2010 til 2011) og Muang Thong United í Tælandi (2011).
Leikir með Liverpool: 369.
Mörk með Liverpool: 183.
Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari 2001. Deildarbikarmeistari: 1995 og 2001. Evrópumeistari félagsliða: 2001. Stórbikar Evrópu: 2001.
Landsleikir með Englandi: 26.
Landsliðsmörk: 7.
B landsleikur: 1.
Mark: 1.
Undir 21. árs landsleikir: 8.
Mörk: 3.
Efnilegasti leikmaður ársins: 1995 og 1996.
Fróðleikur...
- Robbie lék með unglingaliðum Liverpool frá unga aldri.
- Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik 22. september 1993. Liverpool vann þá Fulham 1:3 í útileik í Deildarbikarnum. Robbie skoraði að sjálfsögðu.
- Tveimur vikum seinna skoraði hann öll mörk Liverpool i seinni leik liðanna. Liverpool vann 5:0!
- Í lok október skoraði hann þrennu þegar Liverpool vann Southampton 4:2 á Anfield. Robbie var þá búinn að skora 10 mörk í átta fyrstu leikjum sínum með aðalliði Liverpool!
- Þann 28. ágúst 1994 skoraði Robbie þrennu fyrir Liverpool í 3:0 sigri á móti Arsenal á Anfield. Það tók hann aðeins fjórar mínútur og 35 sekúndur að innsigla þrennuna. Þetta er sneggsta þrenna í sögu Liverpool og Úrvalsdeildarinnar.
- Robbie skoraði alls 10 þrennur fyrir Liverpool. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri þrennur fyrir félagið.
- Meðtalin í þrennunum er ein fimma og tvær fernur.
- Robbie skoraði meira en 30 mörk í öllum keppnum þrjár leiktíðir í röð! Leiktíðina 1994/95 soraði hann 31 mark, þá næstu á eftir 36 og svo aftur 31 á þeirri næstu.
- Robbie var valinn Maður leiksins þegar Liverpool vann Deildarbikarinn 2001. Hann skoraði fyrir Liverpool í venjulegum leiktíma gegn Birmingham en leiknum lauk 1:1. Hann skoraði líka í vítaspyrnukeppninni sem Liverpool vann. Robbie var fyrirliði Liverpool og tók við Deildarbikarnum.
- Robbie skoraði í öðrum úrslitaleik 2001. Hann skoraði í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða þegar Liverpool vann Alaves 5:4 í Dortmund.
- Robbie skoraði alls 29 mörk í Deildarbikarnum fyrir Liverpool. Aðeins Ian Rush með 48 mörk hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið í keppninni. Alls skoraði Robbie 33 Deildarbikarmörk á ferlinum.
- Aston Villa fékk liða mest að kenna á markaskorun Robbie. Hann skoraði 14 mörk gegn liðinu.
- Robbie skoraði alls á móti 48 liðum.
- Robbie yfirgaf Liverpool haustið 2001 og lék með Leeds United og Manchester City áður en hann kom aftur heim í janúar 2006.
- Robbie skoraði 14 mörk fyrir Leeds og 27 fyrir Manchester City.
- Eftir seinni dvöl sína hjá Liverpool hafði Robbie skorað 183 mörk fyrir Liverpool. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í sögu félagsins.
- Um þessar mundir er helst von í að sjá Robbie í ýmsum hlutverkum á vegum Liverpool F.C. Hann er einn af sendiherrum félagsins og hefur fylgt liðinu á æfingaferðum þess. Hann hefur stundum aðstoðað við þjálfun hjá Liverpool. Robbie hefur líka unnið hjá Warrior sem framleiða keppnisbúninga Liverpool.
Með eigin orðum þegar hann kom aftur til Liverpool...
,,Ef ég á að vera heiðarlegur þá get ég ekki lýst því hvernig mér líður vegna þess að ég hef ekki enn náð áttum. Bara það að taka mér ferð á hendur og koma aftur til Anfield var frábært. Að koma inn á skrifstofuna og auðvitað að skrifa undir var nokkuð sem mig hefur lengi langað til að myndi gerast."
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!