| Sf. Gutt
,,Ég hef nú lítið lagt af mörkum fyrir Stoke og þess vegna var alveg magnað að þeir skyldu kalla nafnið mitt. Mig langar að þakka stuðningsmönnum Stoke og Southampton. Það fylgdu þessu blendnar tilfinningar en ég hefði ekki getað óskað eftir betri lokum á ferli sem hefur verið frábær. En það er skrýtið að honum sé lokið."
Michael Owen lék sinn fyrsta leik með Liverpool vorið 1997 og eftir 297 leiki og 158 mörk fór hann til Real Madrid sumarið 2004. Hann kom svo til Englands ári seinna og lék með Newcastle United og Manchester United áður en hann gekk til liðs við Stoke City á síðasta ári. Hann kom lítið við sögu hjá Stoke á sinni síðustu keppnisleiktíð en náði þó að skora eitt mark fyrir félagið.
Hann tryggði F.A. bikarinn 2001 eins og allir muna með báðum mörkum Liverpool í 2:1 sigri á Arsenal. Liverpool virtist í vonlausri stöðu þegar stutt var eftir en Michael vann leikinn svo að segja upp á sitt einsdæmi. Hann fékk viðurnefnið Prinsinn af Wales í kjölfarið á þeim leik því leikið var í Cardiff. Hann skoraði í leiknum um Stórbikar Evrópu þegar Liverpool vann Bayern Munchen 3:2 og líka sigurmarkið í Skjaldarleiknum þegar Liverpool vann Manchester United 2:1. Michael skoraði svo seinna markið þegar Liverpool vann Manchester United 2:0 í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn 2003. Þó svo Michael hafi ekki farið viturlega að á lokakafla ferils síns, að mati stuðningsmanna Liverpool, er ekki annað hægt en að virða þennan mikla markaskorara fyrir það sem afrekaði hjá félaginu okkar.
Hér má sjá stuðningsmenn Stoke og Southampton kveðja Michael á lokadegi síðustu leiktíðar.
Hér er viðtal við Michael af vefsíðu BBC eftir síðasta leikinn.
TIL BAKA
Michael Owen hættur!
,,Ég hef nú lítið lagt af mörkum fyrir Stoke og þess vegna var alveg magnað að þeir skyldu kalla nafnið mitt. Mig langar að þakka stuðningsmönnum Stoke og Southampton. Það fylgdu þessu blendnar tilfinningar en ég hefði ekki getað óskað eftir betri lokum á ferli sem hefur verið frábær. En það er skrýtið að honum sé lokið."
Michael Owen lék sinn fyrsta leik með Liverpool vorið 1997 og eftir 297 leiki og 158 mörk fór hann til Real Madrid sumarið 2004. Hann kom svo til Englands ári seinna og lék með Newcastle United og Manchester United áður en hann gekk til liðs við Stoke City á síðasta ári. Hann kom lítið við sögu hjá Stoke á sinni síðustu keppnisleiktíð en náði þó að skora eitt mark fyrir félagið.
Hann tryggði F.A. bikarinn 2001 eins og allir muna með báðum mörkum Liverpool í 2:1 sigri á Arsenal. Liverpool virtist í vonlausri stöðu þegar stutt var eftir en Michael vann leikinn svo að segja upp á sitt einsdæmi. Hann fékk viðurnefnið Prinsinn af Wales í kjölfarið á þeim leik því leikið var í Cardiff. Hann skoraði í leiknum um Stórbikar Evrópu þegar Liverpool vann Bayern Munchen 3:2 og líka sigurmarkið í Skjaldarleiknum þegar Liverpool vann Manchester United 2:1. Michael skoraði svo seinna markið þegar Liverpool vann Manchester United 2:0 í úrslitaleiknum um Deildarbikarinn 2003. Þó svo Michael hafi ekki farið viturlega að á lokakafla ferils síns, að mati stuðningsmanna Liverpool, er ekki annað hægt en að virða þennan mikla markaskorara fyrir það sem afrekaði hjá félaginu okkar.
Hér má sjá stuðningsmenn Stoke og Southampton kveðja Michael á lokadegi síðustu leiktíðar.
Hér er viðtal við Michael af vefsíðu BBC eftir síðasta leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan