| Sf. Gutt
Luis Suarez hefur beðist forláts á skammarlegri hegðun sinni í leiknum gegn Chelsea í dag. Hann réðst þá að Branislav Ivanovic leikmanni Chelsea og beit hann í annan upphandlegginn.
Luis segir í yfirlýsingu á Liverpoolfc.com að hann biðji alla viðkomandi, framkvæmdastjóra sinn, liðsfélaga og félagið afsökunar, á óafsakanlegri hegðun sinni. Í yfirlýsingunni biður hann líka Branislav afsökunar. Nú í kvöld kom fram í fjölmiðlum að Luis og Branislav hafi ræðst við og Branislav hafi tekið afsökunarbeiðnina góða og gilda.
Brendan Rodgers og Ian Ayre, forstjóri Liverpool, hafa fordæmt hegðun Luis Suarez og segja hann hafa sett blett á félagið. Ian segir að tekið verði á málinu innan veggja félagsins og félagið muni bíða viðbragða frá Enska knattspyrnusambandinu.
Ljóst er að Luis Suarez hefur aftur, líkt og í stóra handabandsmálinu, brugðist sér og félaginu sínu. Forráðamenn Liverpool hafa staðið við bakið á honum í gegnum þykkt og þunnt og er skemmst að minnast stuðnings Kenny Dalglish við hann á sínum tíma og hvernig Luis brást honum. Það er ekki gott að segja hvað úr verður en Luis er í vondum málum!
TIL BAKA
Luis Suarez biðst forláts!

Luis segir í yfirlýsingu á Liverpoolfc.com að hann biðji alla viðkomandi, framkvæmdastjóra sinn, liðsfélaga og félagið afsökunar, á óafsakanlegri hegðun sinni. Í yfirlýsingunni biður hann líka Branislav afsökunar. Nú í kvöld kom fram í fjölmiðlum að Luis og Branislav hafi ræðst við og Branislav hafi tekið afsökunarbeiðnina góða og gilda.
Brendan Rodgers og Ian Ayre, forstjóri Liverpool, hafa fordæmt hegðun Luis Suarez og segja hann hafa sett blett á félagið. Ian segir að tekið verði á málinu innan veggja félagsins og félagið muni bíða viðbragða frá Enska knattspyrnusambandinu.
Ljóst er að Luis Suarez hefur aftur, líkt og í stóra handabandsmálinu, brugðist sér og félaginu sínu. Forráðamenn Liverpool hafa staðið við bakið á honum í gegnum þykkt og þunnt og er skemmst að minnast stuðnings Kenny Dalglish við hann á sínum tíma og hvernig Luis brást honum. Það er ekki gott að segja hvað úr verður en Luis er í vondum málum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan