Steven upp fyrir Michael!
Sigurmark Liverpool á móti Aston Villa var nokkuð merkilegt fyrir Steven Gerrard því það færði hann upp um eitt sæti á markalista Liverpool Football Club. Markið var númer 159 sem Steven skorar fyrir Liverpool og hann er nú sjöundi markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Markið færði Steven, sem er nú búinn að skora tíu mörk á leiktíðinni, upp fyrir Michael Owen og hann er nú með einu marki meira en sá mikli markaskorari. Reyndar má setja markafjölda Michael í samhengi við að hann fór aðeins 24 ára frá Liverpool. Má ímynda sér hversu mikið hann hefði skorað hefði hann verið lengur hjá Liverpool eða jafnvel komið aftur. Það sama má segja um Robbie Fowler sem er fimmti á listanum með 183 mörk.
Steven hefur á þessu keppnistímabili farið upp fyrir tvo leikmenn. Fyrst Harry Chambers og nú Michael Owen. Eins og allir vita hefur Ian Rush skorað flest mörk fyrir Liverpool eða 346 talsins. Steven á auðvitað langt í Ian en það er samt sem áður magnað hjá Steven að vera kominn í sjöunda sæti á markalistanum. Næsti maður fyrir ofan hann er enginn annar en Kenny Dalglish sem skoraði 172 mörk. Það er alls ekki útilokað, ef vel gengur, að Steven nái Kónginum sjálfum og þar fyrir ofan er stutt í Guð sjálfan. Að Steven sé kominn svona ofarlega á markalistann er auðvitað líka stórmerkilegt fyrir þær sakir að enginn af efstu mönnum er miðjumaður. Allir sem þar eru voru sóknarmenn.
Af núverandi leikmönnum Liverpool kemur Luis Suarez næstur Steven Gerrard en hann hefur skorað 50 mörk. Svo skemmtilega vill til að Luis er einmitt í 50. sæti á markalistanum! Hann gæti vel færst drjúgt upp listann haldi hann áfram á sömu braut í markaskoun.
Markahæstu leikmenn í sögu Liverpool.
1. Ian Rush 346
2. Roger Hunt 286
3. Gordon Hodgson 241
4. Billy Liddell 228
5. Robbie Fowler 183
6. Kenny Dalglish 172
7. Steven Gerrard 159
8. Michael Owen 158
9. Harry Chambers 151
10. Sam Raybould 129
11. Jack Parkinson 129
Hér má skoða lengri markalista á LFCHISTORY.NET.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!