| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven tryggði páskaupprisu!
Steven Gerrard tryggði Liverpool páskaupprisu með sigurmarki á Villa Park. Hann skipti sköpum við bæði mörkin í 1:2 sigri Liverpool. Í fyrsta sinn í deildarleik á þessu keppnistímabili náði Liverpool að snúa tapstöðu í sigur eftir að hafa fengið fyrsta mark leiksins á sig.
Það var mikið undir á Villa Park í páskasólinni. Liverpool þarf á öllum stigum, sem í boði eru, að halda svo liðið nái einhverju Evrópusæti á meðan Aston Villa á í hörðum fallslag. Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu sínu eftir skellinn í Southampton á dögunum. Þeir Jose Reina og Jamie Carragher komu aftur til leiks eftir meiðsli.
Leikurinn var fjörlegur frá upphafi og sótt á báða bóga. Liverpool var heldur meira með boltann á upphafskaflanum en heimamenn fengu fyrsta færið eftir stundarfjórðung. Matthew Lowton sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn sem fór beint á Gabriel Agbonlahor sem fékk skotfæri fyrir miðju marki örstutt frá marki en sem betur fer fór boltinn beint á Jose sem varði. Algjört dauðafæri og Liverpool slapp vel. Rétt á eftir ógnaði Liverpool. Glen Johnson tók góða rispu, lagði boltann inn í vítateiginn á Luis Suarez en Brad Guzan sló skot hans yfir. Aftur ógnaði Luis á 25. mínútu. Philippe Coutinho sendi frábæra sendingu fram á Luis sem komst einn inn í vítateig vinstra megin en varnarmaður setti hann út af laginu og boltinn fór út af.
Sex mínútum síðar fögnuðu heimamenn. Löng sending kom að vítateignum. Gabriel lagði boltann til baka og Christian Benteke tók hann viðstöðulaust á lofti og skoraði. Jose hafði hönd á boltanum en skotið var of fast. Vel gert hjá þessum sterka Belga. Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu í kjölfarið en undir lok hálfleiksins tók þeir á sig rögg.
Fimm mínútum fyrir leikhlé átti heimamaður glórulausa sendingu aftur í átt að sínu marki. Boltinn fór beint á Luis sem komst einn inn í vítateig en Brad sá við honum með góðri markvörslu. Luis hefði átt að gera betur en færið var reyndar svolítið þröngt. Tveimur mínútum síðar átti Steven gott skot utan vítateigs en Bandaríkjamaðurinn var enn vökull og varði glæsilega með þvi að henda sér aftur og slá boltann frá. Hann varði þar með hálfleiksforystuna og var því vel fagnað af heimamönnum.
Liverpool fékk draumabyrjun í síðari hálfleik og það voru innan við tvær mínútur liðnar þegar staðan var orðin jöfn. Liverpool braut sókn Villa á bak aftur og Steven sendi langa sendingu fram á Philippe. Litli Brasilíumaðurinn leit upp og sendi fullkomna sendingu á Jordan Henderson sem hafði stungið sér inn fyrir vörnina. Það hafði enginn roð við Jordan sem smellti boltanum yfir Brad þegar inn í vítateiginn kom. Glæsilegt mark, bæði afgreiðslan og ekki síður sendingin hjá Philippe. Sá hefði svo átt að koma Liverpool yfir á 55. mínútu þegar Luis sendi á hann. Hann komst einn inn í vítateginn en skot hans fór framhjá fjærstönginni. Philippe hefði betur skotið eins og Jordan! Þremur mínútum seinna var Liverpool enn nærri því að komast yfir þegar Glen átti skot við vítateiginn. Boltinn fór í varnarmann og af honum í stöngina.
En því varð ekki forðað að Liverpool kæmist yfir. Nathan Baker sópaði fótunum undan Luis og dómarinn dæmdi víti. Steven Gerrard sýndi öryggi og skaut boltanum neðst í vinstra hornið. Klukkutími liðinn og Liverpool búið að snúa leiknum við!
Heimamenn höfðu varla verið með í síðari hálfleik en náðu loks færi tveimur mínútum seinna og það var dauðafæri. Andreas Weimann fékk þá góða sendingu frá hægri, hann var frír en skot hans fór hátt yfir. Enn liðu tvær mínútur. Christian átti þá fastan skalla eftir horn, Jose átti enga möguleika en á einhvern ótrúlegan hátt náði Steven að skalla boltann frá á marklínunni og bjarga marki. Algjörlega mögnuð björgun hjá Steven. Enn ógnuðu heimamenn rétt á aftir þegar Matthew reyndi að lyfta boltanum yfir Jose af löngu færi en Spánverjinn sá við honum og náði að slá boltann yfir.
Eftir þetta rann mesti móðurinn af heimamönnum og Liverpool náði aftur tökum á leiknum. Á 83. mínútu þvældist Luis framhjá nokkrum varnarmönnum og Brad. Hann náði illa að koma sér í skotstöðu en það tókst loks en Brad var þá kominn til varnar og varði. Á lokamínútunni sparkaði Ashley Westwood Jordan niður og hefði átt að vera rekinn af velli en fékk aðeins gult. Christian skoraði áður en yfir lauk en hann var sem betur fer rangstæður. Liverpool náði þar með kærkomnum sigri og það var sannarlega mál til komið að snúa tapstöðu í sigur. Sem sagt páskaupprisa eftir að hafa lent marki undir!
Aston Villa: Guzan, Vlaar, Baker, Bennett, Lawton, Westwood, Bannan (N´Zogbia 63. mín.), Sylla (El Ahmadi 77. mín), Agbonlahor, Weimann (Delph 63. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Given, Lichaj, Dawkins og Bowery.
Mark Aston Villa: Christian Benteke (31. mín.).
Gult spjald: Ashley Westwood.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Henderson, Gerrard, Coutinho (Sterling 77. mín.), Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Skrtel, Suso, Shelvey og Sturridge.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson (47. mín.) og Steven Gerrard, víti, (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Villa Park: 42.073.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Segja má að fyrirliðinn hafi ráðið úrslitum við bæði mörkin. Fyrst skoraði hann örugglega úr vítaspyrnu og litlu síðar bjargaði hann ótrúlega á marklínu með því að skalla frá. Fyrir utan þetta tvennt dró hann sína menn áfram eins og svo oft áður.
Brendan Rodgers: Við lékum alveg þokkalega í fyrri hálfleik en okkur var refsað fyrir rmistök. Eftir hlé settum við meiri hraða í leikinn og vorum stórgóðir. Þetta var fínasti sigur fyrir okkur. Bæði lið börðust til loka. En það gátu allir séð hversu vel við lékum. Það var góður taktur í leiknum og við spiluðum boltanum betur á milli okkar.
Fróðleikur
- Jordan Henderson skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði í tíunda skipti á leiktíðinni. Þar með er þetta áttunda leiktíðin á ferli hans sem markatalan fer í tveggja stafa tölu. Steven er nú á sinni 15. leiktíð og náði fyrst tveggja stafa tölu leiktíðina 2000-2001 þegar hann skoraði 10 mörk í öllum keppnum. Flest mörk skoraði hann leiktíðina 2008-2009 eða 24 talsins.
- Hann hefur nú skorað 159 mörk fyrir Liverpool og er orðinn sjöundi markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Steven fór fram úr Michael Owen með markinu í dag.
- Steven gengur sérlega vel að skora á móti Aston Villa. Þetta var í 12. sinn sem hann sendir boltann í mark þeirra og hefur hann ekki skorað oftar gegn öðru liði!
- Liverpool vann í fyrsta sinn deildarsigur undir stjórn Brendan Rodgers eftir að hafa fengið fyrsta mark leiksins á sig.
- Undir stjórn Brendan Rodgers hefur Liverpool aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð.
- Christian Benteke skoraði í þriðja sinn gegn Liverpool á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steven Gerrard af vefsíðu BBC.
Það var mikið undir á Villa Park í páskasólinni. Liverpool þarf á öllum stigum, sem í boði eru, að halda svo liðið nái einhverju Evrópusæti á meðan Aston Villa á í hörðum fallslag. Brendan Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu sínu eftir skellinn í Southampton á dögunum. Þeir Jose Reina og Jamie Carragher komu aftur til leiks eftir meiðsli.
Leikurinn var fjörlegur frá upphafi og sótt á báða bóga. Liverpool var heldur meira með boltann á upphafskaflanum en heimamenn fengu fyrsta færið eftir stundarfjórðung. Matthew Lowton sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn sem fór beint á Gabriel Agbonlahor sem fékk skotfæri fyrir miðju marki örstutt frá marki en sem betur fer fór boltinn beint á Jose sem varði. Algjört dauðafæri og Liverpool slapp vel. Rétt á eftir ógnaði Liverpool. Glen Johnson tók góða rispu, lagði boltann inn í vítateiginn á Luis Suarez en Brad Guzan sló skot hans yfir. Aftur ógnaði Luis á 25. mínútu. Philippe Coutinho sendi frábæra sendingu fram á Luis sem komst einn inn í vítateig vinstra megin en varnarmaður setti hann út af laginu og boltinn fór út af.
Sex mínútum síðar fögnuðu heimamenn. Löng sending kom að vítateignum. Gabriel lagði boltann til baka og Christian Benteke tók hann viðstöðulaust á lofti og skoraði. Jose hafði hönd á boltanum en skotið var of fast. Vel gert hjá þessum sterka Belga. Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu í kjölfarið en undir lok hálfleiksins tók þeir á sig rögg.
Fimm mínútum fyrir leikhlé átti heimamaður glórulausa sendingu aftur í átt að sínu marki. Boltinn fór beint á Luis sem komst einn inn í vítateig en Brad sá við honum með góðri markvörslu. Luis hefði átt að gera betur en færið var reyndar svolítið þröngt. Tveimur mínútum síðar átti Steven gott skot utan vítateigs en Bandaríkjamaðurinn var enn vökull og varði glæsilega með þvi að henda sér aftur og slá boltann frá. Hann varði þar með hálfleiksforystuna og var því vel fagnað af heimamönnum.
Liverpool fékk draumabyrjun í síðari hálfleik og það voru innan við tvær mínútur liðnar þegar staðan var orðin jöfn. Liverpool braut sókn Villa á bak aftur og Steven sendi langa sendingu fram á Philippe. Litli Brasilíumaðurinn leit upp og sendi fullkomna sendingu á Jordan Henderson sem hafði stungið sér inn fyrir vörnina. Það hafði enginn roð við Jordan sem smellti boltanum yfir Brad þegar inn í vítateiginn kom. Glæsilegt mark, bæði afgreiðslan og ekki síður sendingin hjá Philippe. Sá hefði svo átt að koma Liverpool yfir á 55. mínútu þegar Luis sendi á hann. Hann komst einn inn í vítateginn en skot hans fór framhjá fjærstönginni. Philippe hefði betur skotið eins og Jordan! Þremur mínútum seinna var Liverpool enn nærri því að komast yfir þegar Glen átti skot við vítateiginn. Boltinn fór í varnarmann og af honum í stöngina.
En því varð ekki forðað að Liverpool kæmist yfir. Nathan Baker sópaði fótunum undan Luis og dómarinn dæmdi víti. Steven Gerrard sýndi öryggi og skaut boltanum neðst í vinstra hornið. Klukkutími liðinn og Liverpool búið að snúa leiknum við!
Heimamenn höfðu varla verið með í síðari hálfleik en náðu loks færi tveimur mínútum seinna og það var dauðafæri. Andreas Weimann fékk þá góða sendingu frá hægri, hann var frír en skot hans fór hátt yfir. Enn liðu tvær mínútur. Christian átti þá fastan skalla eftir horn, Jose átti enga möguleika en á einhvern ótrúlegan hátt náði Steven að skalla boltann frá á marklínunni og bjarga marki. Algjörlega mögnuð björgun hjá Steven. Enn ógnuðu heimamenn rétt á aftir þegar Matthew reyndi að lyfta boltanum yfir Jose af löngu færi en Spánverjinn sá við honum og náði að slá boltann yfir.
Eftir þetta rann mesti móðurinn af heimamönnum og Liverpool náði aftur tökum á leiknum. Á 83. mínútu þvældist Luis framhjá nokkrum varnarmönnum og Brad. Hann náði illa að koma sér í skotstöðu en það tókst loks en Brad var þá kominn til varnar og varði. Á lokamínútunni sparkaði Ashley Westwood Jordan niður og hefði átt að vera rekinn af velli en fékk aðeins gult. Christian skoraði áður en yfir lauk en hann var sem betur fer rangstæður. Liverpool náði þar með kærkomnum sigri og það var sannarlega mál til komið að snúa tapstöðu í sigur. Sem sagt páskaupprisa eftir að hafa lent marki undir!
Aston Villa: Guzan, Vlaar, Baker, Bennett, Lawton, Westwood, Bannan (N´Zogbia 63. mín.), Sylla (El Ahmadi 77. mín), Agbonlahor, Weimann (Delph 63. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Given, Lichaj, Dawkins og Bowery.
Mark Aston Villa: Christian Benteke (31. mín.).
Gult spjald: Ashley Westwood.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Henderson, Gerrard, Coutinho (Sterling 77. mín.), Downing og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Skrtel, Suso, Shelvey og Sturridge.
Mörk Liverpool: Jordan Henderson (47. mín.) og Steven Gerrard, víti, (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Villa Park: 42.073.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Segja má að fyrirliðinn hafi ráðið úrslitum við bæði mörkin. Fyrst skoraði hann örugglega úr vítaspyrnu og litlu síðar bjargaði hann ótrúlega á marklínu með því að skalla frá. Fyrir utan þetta tvennt dró hann sína menn áfram eins og svo oft áður.
Brendan Rodgers: Við lékum alveg þokkalega í fyrri hálfleik en okkur var refsað fyrir rmistök. Eftir hlé settum við meiri hraða í leikinn og vorum stórgóðir. Þetta var fínasti sigur fyrir okkur. Bæði lið börðust til loka. En það gátu allir séð hversu vel við lékum. Það var góður taktur í leiknum og við spiluðum boltanum betur á milli okkar.
Fróðleikur
- Jordan Henderson skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði í tíunda skipti á leiktíðinni. Þar með er þetta áttunda leiktíðin á ferli hans sem markatalan fer í tveggja stafa tölu. Steven er nú á sinni 15. leiktíð og náði fyrst tveggja stafa tölu leiktíðina 2000-2001 þegar hann skoraði 10 mörk í öllum keppnum. Flest mörk skoraði hann leiktíðina 2008-2009 eða 24 talsins.
- Hann hefur nú skorað 159 mörk fyrir Liverpool og er orðinn sjöundi markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Steven fór fram úr Michael Owen með markinu í dag.
- Steven gengur sérlega vel að skora á móti Aston Villa. Þetta var í 12. sinn sem hann sendir boltann í mark þeirra og hefur hann ekki skorað oftar gegn öðru liði!
- Liverpool vann í fyrsta sinn deildarsigur undir stjórn Brendan Rodgers eftir að hafa fengið fyrsta mark leiksins á sig.
- Undir stjórn Brendan Rodgers hefur Liverpool aldrei tapað tveimur deildarleikjum í röð.
- Christian Benteke skoraði í þriðja sinn gegn Liverpool á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steven Gerrard af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan