| Sf. Gutt
Bakvörðurinn Jon Flanagan lenti illa í því í varaliðsleiknum við Southampton á mánudaginn. Hann varð fyrir meiðslum á hné og verður frá í allt að þrjá mánuði.
Jon hefur oftast leikið sem hægri bakvörður í aðalliði Liverpool og þykir mjög efnilegur. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki á þessari leiktíð. Sá seinni var um daginn á móti Mansfield í F.A. bikarnum en þá kom hann inn á sem varamaður. Jon kom aðeins við sögu á síðustu leiktíð og þeirri þar á undan þegar hann lék sinn fyrsta leik. Líklega á hann ekki eftir að spila mikið það sem eftir lifir þessarar.
Meiðslin eru auðvitað mikið áfall fyrir Jon en hann er ungur að árum og vonandi nær hann sér vel. Hann varð tvítugur á nýársdag.
TIL BAKA
Jon Flanagan frá vegna meiðsla

Jon hefur oftast leikið sem hægri bakvörður í aðalliði Liverpool og þykir mjög efnilegur. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki á þessari leiktíð. Sá seinni var um daginn á móti Mansfield í F.A. bikarnum en þá kom hann inn á sem varamaður. Jon kom aðeins við sögu á síðustu leiktíð og þeirri þar á undan þegar hann lék sinn fyrsta leik. Líklega á hann ekki eftir að spila mikið það sem eftir lifir þessarar.
Meiðslin eru auðvitað mikið áfall fyrir Jon en hann er ungur að árum og vonandi nær hann sér vel. Hann varð tvítugur á nýársdag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan