| Sf. Gutt

Steven þakkar stuðning

Um helgina sýndu stuðningsmenn fjölmargra liða þeim sem hafa barist fyrir réttæti í Hillsborough málinu stuðning og virðingu í kjölfar þess að skýrsla um málið var opinberuð síðasta miðvikudag. Steven Gerrard þakkaði fyrir þennan mikla stuðning á Liverpool.com í dag.

,,Fyrir hönd félagsins langar mig að þakka öllum í borginni, bæði Rauðliðum og Bláliðum, svo og öllum vítt og breitt um landið fyrir að sýna stuðning við félagið okkar og stuðningsmenn okkar."

,,Það hafa bærst blendnar tilfinningar með manni frá því skýrslan var birt. Við erum mjög ánægð með þann áfangasigur sem hún færði en hún endurvekur líka minningar frá liðnum árum."

,,Það hefði verið virkilega gaman að fara með þrjú stig heim og geta tileinkað þau stuðningsmönnunum en allir stuðningsmennirnir sem sáu leikinn gátu verið mjög stoltir af því hversu liðið lagði sig vel fram."

Þeirra 96 sem létust á Hillsborough var minnst á Ljósvangi í Sunderland. Fánar voru dregnir í hálfa stöng og stuðningsmönnum Liverpool var sýndur stuðningur með hlýlegum skilaboðum á stórum skjám. Leikmenn Liverpool klæddust æfingatreyjum, fyrir leikinn, með tölunni 96 aftan á.

Hér má sjá yfirlit yfir hvað var gert á hinum ýmsu leikvöngum á Bretlandi um helgina. Samantektin er af Liverpool.com.
 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan