| Sf. Gutt

Jose Reina missir af undanúrslitunum!

Jose Reina lét reka sig af velli í Newcastle í dag og er þar með kominn í þriggja leikja bann. Það þýðir að hann verður ekki með Liverpool gegn Everton í undanúrslitum F.A. bikarsins 14. apríl. Verður það að teljast áfall fyrir Liverpool.

Beint rautt spjald þýðir þriggja leikja bann nema að banninu verði áfrýjað en ólíklegt að svo verði gert. Reyndar lék leikmaður Newcastle þannig að útlit var á að Jose hefði hálfrotað hann en Jose hefði átt að vita betur með að ógna honum.

Jose Reina verður þar með ekki með Liverpool í páskaleikjunum gegn Aston Villa og Blackburn svo og undanúrslitaleiknum á móti Everton. Jose var einn leikmanna Liverpool búinn að spila alla leikina á leiktíðinni. Rauða spjaldið gæti orðið dýrkeypt en það gefur Brasilíumanninum Alexander Doni færi á að spreyta sig og vonandi gengur honum vel!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan