| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Allt getur nú gerst! Það var fullkomlega óskiljanlegt hvernig Liverpool náði ekki að vinna öruggan stórsigur á móti Queens Park Rangers. Nei, í stað stórsigurs þá tapaði liðið leiknum á fáránlegan hátt gegn einu lánlausasta liði deildarinnar. Stuðningsmenn Liverpool hristu hausinn hver í kapp við annan lengi eftir leik. Hvernig gat svona farið? 

Já, knattspyran er ótrúleg á köflum en hún heldur alltaf áfram og þess vegna er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Liverpool hefur ekki vegnað nógu vel í deildinni en næsti leikur er á morgun og það eru þrjú stig í boði í honum eins og öðrum deildarleikjum. Liverpool þarf stig í hús og ekki má bregðst að þau rati þangað síðdegis á morgun!

                                                            

                                                                          
                                                                  Liverpool v Wigan Athletic

Það var alveg ótrúlegt að sjá Liverpool brotna niður á síðasta stundarfjórðungnum og tapa 3:2 fyrir Q.P.R. á miðvikudaginn. Ekki síðst miðað við öll færin sem liðið fékk fyrr í leiknum. Áður en allt hrundi var ég að hugsa að liðið hefði varla leikið betur á leitkíðinni og þess vegna er enn erfiðara að sætta sig við 3:2 tap eftir að hafa verið 0:2 yfir.

Samt er ég viss um að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, muni líta á að það sem gerðist sem eitthvað alveg úr takti og það ætti að vera upplagt tækifæri til að koma aftur í heimaleik á móti Wigan. Latics eiga mjög erfitt mað að skora og vandi þeirra er að þeir hefði líklega átt að vinna tvo síðustu leiki sína, úti á móti Norwich og heima gegn West Bromwich Albion. En uppskeran var aðeins tvö stig. Ef lið fær bara tvö stig þegar það spilar vel hvað fær það þegar það spilar illa? Ég verð að spá Liverpool öruggum sigri í þessum leik. 

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
 
- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 42 stig.

- Þremur síðustu deildarleikjum liðanna hefur lyktað með jafntefli.
 
- Liverpool er með jafn mörg stig eftir 29 leiki eins og á síðustu leiktíð.

- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.

- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða ellefu talsins.
 
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn. 

                                                                                       Síðast!





Raul Meireles kom Liverpool yfir en þetta var á þeim tíma þegar hann skoraði næstum að vild. Liverpool náði þó ekki að halda forystu og gestirnir jöfnuðu. Niðurstaðan varð því jafntefli 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan