| Sf. Gutt
Liverpool fór í fyrsta skipti á nýja Wembley í síðasta mánuði og vann Deildarbikarinn. Kenny Dalglish hefur fullan hug á því að koma liðinu sínu aftur þangað. Það tekst ef Liverpool leggur Stoke City að velli í átta liða úrslitum F.A. bikarsins á Anfield Road á morgun.
Stoke lék tvívegis á Wembley, í undan- og úrslitum F.A. bikarsins, á síðustu leiktíð. Liðið tapaði 1:0 fyrir Manchester City í úrslitaleiknum en þar á bæ hafa menn líka hug á að komast á þjóðarleikvanginn á nýjan leik.
,,Stoke hefur líka komið á Wembley áður. Þeir vita hvað er í boði og hvers er að njóta þar þó svo að þeir hafi tapað úrslitaleiknum. Við höfum líka komist á Wembley. Við nutum þess og okkur langar þangað aftur því við erum búnir að fá smjörþefinn af því að koma þangað."
Svo merkilega vill til að Liverpool og Stoke City mættust fyrr á leiktíðinni í Deildarbikarnum. Liverpool vann þá 1:2 í Stoke með tveimur mörkum Luis Suarez. Aðra umferðina í röð mætir Liverpool liði sem þeir öttu kappi við í Deildarbikarnum en liðið mætti Brighton bæði í Deildar- og F.A. bikarnum. Kannski liggur leið Liverpool aftur á Wembley í gegnum sömu lið og í Deildarbikarnum!!
TIL BAKA
Okkur langar aftur á Wembley!

Stoke lék tvívegis á Wembley, í undan- og úrslitum F.A. bikarsins, á síðustu leiktíð. Liðið tapaði 1:0 fyrir Manchester City í úrslitaleiknum en þar á bæ hafa menn líka hug á að komast á þjóðarleikvanginn á nýjan leik.
,,Stoke hefur líka komið á Wembley áður. Þeir vita hvað er í boði og hvers er að njóta þar þó svo að þeir hafi tapað úrslitaleiknum. Við höfum líka komist á Wembley. Við nutum þess og okkur langar þangað aftur því við erum búnir að fá smjörþefinn af því að koma þangað."
Svo merkilega vill til að Liverpool og Stoke City mættust fyrr á leiktíðinni í Deildarbikarnum. Liverpool vann þá 1:2 í Stoke með tveimur mörkum Luis Suarez. Aðra umferðina í röð mætir Liverpool liði sem þeir öttu kappi við í Deildarbikarnum en liðið mætti Brighton bæði í Deildar- og F.A. bikarnum. Kannski liggur leið Liverpool aftur á Wembley í gegnum sömu lið og í Deildarbikarnum!!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan