| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Deildabikarmeistarar Liverpool taka á móti Arsenal á Anfield Road. Þetta hljómar vinalega ekki satt? Það er alltof langt frá því hægt var að kenna Liverpool við titil. Fimm ár eru liðin frá því Liverpool missti síðast yfirráð yfir þeim titli sem það vann. Deildarbikarinn er þriðji mikilvægasti titilinn sem hægt er að vinna á Englandi en hann gæti verið sá mikilvægasti ef miðað er við stemmninguna hjá stuðningsmönnum Liverpool þessa dagana!

Sigurinn á Wembley má ekki verða einn í bili og svo ekki meir. Arsenal átti möguleika á að vinna Deildarbikarinn fyrir ári en tapaði úrslitaleik gegn Birmingham. Margir telja tapið enn sitja í Skyttunum. Liverpool vann á hinn bóginn Deildarbikarinn um síðustu helgi. Sigurgleðin og sjálfstraustið sem ætti að fylgja titilsigrinum mun vonandi verða til þess að þeir leikmenn Liverpool sem fögnuðu á Wembley vilji meira af titlum og sigurstundum og munu þar af leiðandi leggja sig enn meira fram við að koma fleiri titilum í bikarageymslurna á Anfield Road!

                                                            

                                                                          
                                                                      Liverpool v Arsenal  

Hin magnaða endurkoma gegn Tottenham 5:2 gat ekki verið betri til að hressa Arsenal við eftir tvær erfiðar vikur. Leikurinn sýndi í hnotskurn hvernig Skytturnar eru staddar núna. Í hálfum leiknum var liðið algjörlega úti á túni og ef Tottenham hefði náð að vera 0:2 yfir í hálfleik hygg ég að þeir hefðu unnið örugglega en Arsenal voru óstöðvandi eftir það. 

Helsti vandi Liverpool er að ná sér niður á jörðina eftir að hafa unnið Carling bikarinn á sunnudaginn. Það hjálpar ekki til að liðið verður hugsanlega án Steven Gerrard sem fór snemma af velli í vináttuleiknum við Hollendinga á miðvikudaginn. Hann var stífur aftan í læri og fór af velli til að hafa vaðið fyrir neðan sig en það er vafi á að hann verði leikfær.

En hvort sem Steven spilar eða ekki þá er Liverpool að spila á Anfield svo leiknum hlýtur að ljúka með jafntefli ekki satt? Svoleiðis hefur svo oft verið á heimavelli á leiktíðinni. Liðinu hefur gengið illa að klára færi sín og það munaði ekki miklu að það hefði verið dýrkeypt á móti Cardiff City á Wembley. Mér fannst þó sigurinn sanngjarn. Ég hef sagt það áður að helsti vandi Rauðliða er að þeir eru ekki nógu margir í sókninni og á lykilandartökum eru ekki nógu margir inn í vítateignum. Þetta er stórleikur í kapphlaupinu um fjórða Meistaradeildarsætið og ég held að honum ljúki með skiptum hlut.

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool vann Deildarbikarinn í áttunda sinn um síðustu helgi.

- Liðið vann sér um leið Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

- Kenny Dalglish mun stýra liði í 450. sinn í efstu deild.

- Liverpool og Arsenal mættust í London snemma leiktíðar og þá vann Liverpool 0:2. 

- Það var fyrsti útisigur Liverpool gegn Arsenal á öldinni.

- Sex af síðustu níu leikjum liðanna hefur lokið með jafntefli. Liverpool hefur unnið einn og Arsenal tvo. 

- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á heimavelli það sem af er nýja árinu.

- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.

- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn. 

                                                                                       Síðast!







Roy Hodgson stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn í deildarleik. Ekki byrjaði það vel þegar Joe Cole var rekinn út af rétt fyrir hálfleik en David Ngog kom Liverpool yfir strax í upphafi síðari hálfleiks. Allt leit út fyrir sigur þar til slysalegt mark sem skráð var á Jose Reina jafnaði metin á lokamínútunni. Liverpool lék mjög vel og Roy Hodgson gat verið nokkuð brattur eftir leik.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan