| Sf. Gutt
Vinalegur köttur gerði sig heimakominn á Anfield Road í gærkvöldi þegar leikmenn Liverpool og Tottenham áttust við. Hann er nú orðinn heimsfrægur!
Kisi skaut allt í einu upp kollinum þegar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Dómarinn stöðvaði leikinn og beið átekta á meðan kisi hugsaði ráð sitt. Hann skaust svo úr vítateig Tottenham og út fyrir hliðarlínu. Þar fór hann í fang vallarvarðar. Áhorfendur á Anfield og um allan heim í sjónvarpi fylgdust með kettinum vinalega og höfðu gaman af.
Nokkrum mínútum seinna voru myndir af kisa komnir á veraldarvefinn og nú hafa verið stofnaðar síður honum til heiðurs á Twitter og víðar. Á einni síðunni hafa 25.000 gerst vinir kisa!
Ekki er vitað hvaðan kötturinn í gærkvöldi kom en á vefsíðu Liverpoolfc.tv geta menn sér þess til að kisi sé afkomandi kattar að nafni Moglet en hann var nokkurs konar lukkudýr á Anfield upp úr 1980. Sá var flækingköttur sem vallarstarfsmenn á Anfield tóku að sér og þótti hann færa liðinu gæfu enda rökuðust titlar inn á þeim árum. Eins og sjá má í frétt Liverpoolfc.tv eru kettirnir bröndóttu mjög líkir! Nú er að sjá hvort Liverpool nær ekki að vinna titil eða titla áður en þetta keppnistímabil er úti fyrst kominn er köttur á Anfield!
Hér má sjá innkomu kisa á Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá fjölda myndbanda á Youtube.
Hér má sjá fjölda mynda af kisa í myndaleit Google.
Hér er frétt um kisa á vefsíðu BBC.
TIL BAKA
Köttur á Anfield Road!

Kisi skaut allt í einu upp kollinum þegar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Dómarinn stöðvaði leikinn og beið átekta á meðan kisi hugsaði ráð sitt. Hann skaust svo úr vítateig Tottenham og út fyrir hliðarlínu. Þar fór hann í fang vallarvarðar. Áhorfendur á Anfield og um allan heim í sjónvarpi fylgdust með kettinum vinalega og höfðu gaman af.
Nokkrum mínútum seinna voru myndir af kisa komnir á veraldarvefinn og nú hafa verið stofnaðar síður honum til heiðurs á Twitter og víðar. Á einni síðunni hafa 25.000 gerst vinir kisa!
Ekki er vitað hvaðan kötturinn í gærkvöldi kom en á vefsíðu Liverpoolfc.tv geta menn sér þess til að kisi sé afkomandi kattar að nafni Moglet en hann var nokkurs konar lukkudýr á Anfield upp úr 1980. Sá var flækingköttur sem vallarstarfsmenn á Anfield tóku að sér og þótti hann færa liðinu gæfu enda rökuðust titlar inn á þeim árum. Eins og sjá má í frétt Liverpoolfc.tv eru kettirnir bröndóttu mjög líkir! Nú er að sjá hvort Liverpool nær ekki að vinna titil eða titla áður en þetta keppnistímabil er úti fyrst kominn er köttur á Anfield!
Hér má sjá innkomu kisa á Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá fjölda myndbanda á Youtube.
Hér má sjá fjölda mynda af kisa í myndaleit Google.
Hér er frétt um kisa á vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan