| Sf. Gutt

Luis laus úr banninu!

Átta leikja leikbann Luis Suarez er nú loks á enda. Hann lauk við að afplána það þegar leik Liverpool og Úlfana lauk á Molineaux á þriðjudagskvöldið. Hann verður nú til taks þegar Liverpool mætir Tottenham Hotspur á Anfield Road á mánudagskvöldið.

Ekki er gott að segja hvort Luis fer beint í liðið hjá Kenny Dalglish enda er hann ekki í neinni leikæfingu en síðasti leikur hans var á öðrum degi jóla þegar Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Blackburn Rovers. Í næsta leik, gegn Newcastle United, tók hann út eins leiks bann sem hann fékk fyrir að sýna áhorfendum dónaskap eftir útileik við Fulham. Eftir það tók átta leikja bannið við og Luis hefur því ekki tekið þátt í síðustu níu leikjum Liverpool. 

Luis Suarez var búinn að vera hættulegasti sóknarmaður Liverpool áður en hann fór í bannið og var markahæstur með átta mörk. Craig Bellamy er nú kominn marki á undan honum eftir að hafa leikið frábærlega síðustu vikurnar og Andy Carroll hefur verið að braggast. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Kenny Dalglish stillir upp liði sínu í næstu leikjum.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan