| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Nú er að verða gaman! Liverpool hefur komið öðrum fæti í úrslitaleik á Wembley og Steven Gerrard vill vera á Anfield Road eins lengi og hann má. Það getur verið að mörgum hafi þótti og þyki Deildarbikarinn ómerkileg keppni. En sannleikurinn er sá að það eflir félagið og skapar stemmningu meðal stuðningsmanna að komast eitthvað áleiðis í ensku bikarkeppnunum. Nú hyllir í Wembley eftir magnaðan 0:1 sigur á Manchester City. Vissulega er mikið verk óunnið en stemmningin magnast.

Í gær var tilkynnt að Steven Gerrard hafi framlengt samning sinn við Liverpool og verði hjá félaginu um ókomin ár. Í samningnum er ákvæði þess efnis að Steven Gerrard muni taka að sér störf sem sendiherra Liverpool Football Club þegar knattspyrnuferli hans lýkur. Þetta eru einfaldlega frábærar fréttir og það er meira en næsta víst að nærvera Steven Gerrard skiptir miklu innan vallar sem utan. Steven hefur verið leiðtogi Liverpool um langt árabil og sem betur fer verður svo áfram!

                                                             

                                                                          
                                                                     Liverpool v Stoke City  

Í herbúðum Liverpool eru menn brattir eftir sigur liðsins í fyrri undanúrslitaleiknum í Deildarbikarnum, á Manchester City á Etihad Stadium leikvanginum, á miðvikudaginn. Nú er að koma í ljós hversu mikilvægur Steven Gerrard er fyrir liðið. Steven er þannig leikmaður að nærvera hans virkar hvetjandi á allt liðið og hann hefur liðinu kraft sem ekki er fyrri hendi þegar hann er fjarri. Þegar maður fylgist með honum sést hvernig hann sendir boltann þannig að menn ná valdi á honum og það er alltaf hreyfing á liðinu. Svona er hann einfaldlega góður.

Liðið er á heimavelli og leikmenn eins og Martin Skrtel, Daniel Agger og Andy Carroll geta ráðið við þá ógn sem Stoke reynir að skapa í hvorum vítateig og það þótt Potters hafi verið góðir upp á síðkastið. 

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool og Stoke hafa tvívegis leikið saman það sem af leiktíðar.

- Stoke vann 1:0 á heimavelli sínum í deildinni en Luis Suarez skoraði tvívegis og tryggði Liverpool 1:2 sigur í Deildarbikarnum á sama stað.

- Liverpool hefur ekki tapað á heimavelli á þessari leiktíð. Ekkert annað lið er ósigrað á heimavelli í efstu deild.

- Stoke hefur aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum. 

- Tony Pulis mun stjórna Stoke í 400. sinn.

- Jose Reina hefur enn ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.

- Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 34 stig.

- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með átta mörk á keppnistímabilinu.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.

                                                                                       Síðast!







Raul Meireles kom Liverpool í forystu með föstu skoti úr vítateignum eftir markalausan fyrri hálfleik. En stemmningin magnaðist verulega þegar Luis Suarez kom til leiks í fyrsta sinn í Liverpool búningnum. Ekki minnkaði hún þegar hann skoraði litlu síðar eftir að hafa komist einn í gegn og leikið á markmann Stoke. Varnarmaður reyndi að bjarga en boltinn lá í markinu og The Kop fagnaði nýrri hetju!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan