| Grétar Magnússon
Luis Suarez hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna ósæmilegrar hegðunar gegn Fulham fyrr í mánuðinum. Missir hann af næsta leik sem er gegn Newcastle á föstudagskvöldið.
Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
TIL BAKA
Suarez missir af Newcastle leiknum

Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega
Fréttageymslan