| Grétar Magnússon
Luis Suarez hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna ósæmilegrar hegðunar gegn Fulham fyrr í mánuðinum. Missir hann af næsta leik sem er gegn Newcastle á föstudagskvöldið.
Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
TIL BAKA
Suarez missir af Newcastle leiknum
Luis Suarez hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna ósæmilegrar hegðunar gegn Fulham fyrr í mánuðinum. Missir hann af næsta leik sem er gegn Newcastle á föstudagskvöldið.Enska knattspyrnusambandið ákærði Suarez fyrir að sýna puttann til stuðningsmanna Fulham og viðurkenndi Suarez ósæmilega hegðun og þar með brot sitt. Fyrir utan leikbannið fékk Luis 20.000 pund í sekt og formlega viðvörun um að hegða sér framvegis vel.
Jafnframt hefur Liverpool F.C. fengið sekt upp á 20.000 pund fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í umræddum leik. Leikmenn létu margir hverjir Kevin Friend fá orð í eyra eftir að hann gaf Jay Spearing beint rautt spjald fyrir tæklingu í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

