| Sf. Gutt
Martin Kelly er án nokkurs vafa einn efnilegasti leikmaður Liverpool. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í Deildabikarsigrinum á Chelsea þegar hann skallaði aukaspyrnu Craig Bellamy í mark. Hann segist vel geta skorað fleiri mörk.
,,Ég get skorað fleiri mörk. Ég var rosalega ánægður með markið enda hef ég þurft að bíða lengi eftir að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Sendingin frá Craig var frábær og ég náði fríum skalla. Við sóttum að þeim enda leikvangsins þar sem gestastuðningsmennirnir voru og það var alveg frábært að sjá þá fagna af mikilli innlifun. Það er frábært að skora fyrir svona magnað félag."
,,Ég skoraði tvö mörk nýlega fyrir enska undir 21. árs landsliði og það var frábært að skora á móti Chelsea og hjálpa til við að komast í undanúrslit í Carling bikarnum. Við höfum nú unnið Chelsea tvívegis á nokkrum vikum og það gerðum við með sterkri liðsheild. Við verðskulduðum sigurinn sannarlega. Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik og við vissum að markið lá í loftinu. Það var mjög gleðilegt að vinna þennan sigur."
Martin Kelly hefur skorað nokkur mörk fyrir undir 21. árs landslið Englands og þar á meðal magnað mark gegn Íslandi í nóvember. Nú er sjá hvort Martin bætir við mörkum næst þegar hann fær tækifæri í aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Fleiri mörk!

,,Ég get skorað fleiri mörk. Ég var rosalega ánægður með markið enda hef ég þurft að bíða lengi eftir að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Sendingin frá Craig var frábær og ég náði fríum skalla. Við sóttum að þeim enda leikvangsins þar sem gestastuðningsmennirnir voru og það var alveg frábært að sjá þá fagna af mikilli innlifun. Það er frábært að skora fyrir svona magnað félag."
,,Ég skoraði tvö mörk nýlega fyrir enska undir 21. árs landsliði og það var frábært að skora á móti Chelsea og hjálpa til við að komast í undanúrslit í Carling bikarnum. Við höfum nú unnið Chelsea tvívegis á nokkrum vikum og það gerðum við með sterkri liðsheild. Við verðskulduðum sigurinn sannarlega. Við vorum mikið með boltann í fyrri hálfleik og við vissum að markið lá í loftinu. Það var mjög gleðilegt að vinna þennan sigur."
Martin Kelly hefur skorað nokkur mörk fyrir undir 21. árs landslið Englands og þar á meðal magnað mark gegn Íslandi í nóvember. Nú er sjá hvort Martin bætir við mörkum næst þegar hann fær tækifæri í aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan