| Sf. Gutt

Liverpool mætir Rangers

Liverpool mætir Rangers í Glasgow í æfingaleik í kvöld. Leikurinn er hugsaður til að gefa þeim leikmönnum sem lítið hafa spilað síðustu vikurnar tækifæri á að liðka sig. Leikurinn verður örugglega erfiður enda skosk lið jafnan erfið heim að sækja. Rangers vann skoska meistaratitilinn og Deildarbikarinn á síðustu leiktíð og hefur góða forystu í deildinni sem stendur.    

Tveir leikmenn Liverpool mæta á fornar slóðir. Charlie Adam var á mála hjá Rangers frá 2000 þar til hann fór til Blackpool níu árum seinna. Danny Wilson, sem er hér á mynd í einkennisbúningi Rangers ólst upp hjá félagðinu og var þar þangað til hann kom til Liverpool fyrir ári. Charlie lék með Rangers þegar Liverpool mætti síðast í æfingaleik á Ibrox í ágúst 2008. Liverpool vann þann leik 0:4.

Þess má geta að Kenny Dalglish bjó stutt frá Ibrox heimavelli Rangers á unglingsárum og hélt með þeim Bláu þótt hann yrði seinna frægur hjá Celtic.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan