| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það hafa töluverðar breytingar orðið á liðshópi Liverpool frá síðasta deildarleik. Tveir nýir menn hafa mætt á svæðið og fimm eru farnir annað hvort alveg eða í lán. Já, það gekk mikið á daginn og kvöldið áður en lokað var fyrir félagaskipti en fyrrnefndar breytingar eiga að vera til góða. Liðshópurinn hefur minnkað frá því í vor en hann er án nokkurs vafa orðinn mun sterkari. Að minnsta kosti á hinum frægu pappírum og raunin á líka eftir að sýna fram á það viti ég rétt.

Sumir segja að það sé eins og búa sig í harðasta bardaga þegar lið mæta til Stoke. Það er kannski svolítið til í því. Leikmenn Stoke berjast nefnilega eins og ljón og láta mótherja sína bæði finna og hafa fyrir því. En eiga menn ekki alltaf að búast við því í hvaða leik sem er. Kóngsmenn búst til orrustu og svoleiðis á það að vera!

                                                             

                                                                          
                                                                     Stoke City v Liverpool

Bæði þessi félög hafa eytt töluverðum upphæðum í leikmenn á þessu sumri og Peter Coates, stjórnarformaður Stoke, á sérstaklega skilið að vera hrósað. Hann hefur staðið þétt við bakið á stjóranum Tony Pulis og keypt þá menn sem hann vildi á félagaskiptatímabilinu og hópurinn hefur styrkst fyrir vikið bæði hvað varðar styrk og hraða. Það voru góð kaup í Wilson Palacios og eins í Peter Crouch sem er erfiður viðureignar. Liðið á eftir að spila sömu knattspyrnuna en liðshópurinn er sterkari en áður.

Mesta breytingin hjá Liverpool er að núna er hægt að breyta gangi mála með því að skipta inn á mönnum því það eru komnir betri menn í liðshópinn. Ef ekki gengur sem skyldi er hægt að skipta inn á og breyta til. Þetta er mjög mikilvægt. Það er enginn vafi á því að Liverpool á eftir að berjast um fjórða sætið. Núna eru tveir menn eða fleiri í hverja stöðu og ég held að liðið muni láta til sín taka. En þrátt fyrir það þá eru ekki mörg lið sem vinna sigur í Stoke og ég spái jafntefli. Ég hugsa að bæði lið mundi verða sátt með þau úrslit. 

Spá: 1:1.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn á Melwood. 


                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool gæti komist í efsta sæti deildarinnar með sigri verði önnur úrslit hagstæð.

- Liverpool hefur enn ekki unnið útileik við Stoke City eftir að þeir komust upp í efstu deild.
 
- Tveimur leikjum hefur lyktað með jafntefli og svo vann Stoke á síðustu leiktíð. 

- Liverpool hefur nú sjö stig eftir þrjá leiki.

- Á síðasta keppnistímabili þurfti níu leiki til að ná sjö stigum.

- Andy Carroll hefur aðeins skorað í einum af síðustu níu deildarleikjum.
 
                                                                                       Síðast!Liverpool gekk einfaldlega illa að eiga við Stoke í þessum leik. Helgina áður hafði Liverpool unnið sannfærandi sigur á Chelsea og sumir töldu að liðið væri komið á gott skrið en viku síðar réði liðið ekki við baráttu Stoke sem vann sanngjarnan 2:0 sigur og honum var gríðarlega vel fagnað af heimamönnum. Allt endaði svo með því að Lucas Leiva var rekinn af velli.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan