| Sf. Gutt

Raul í sigtinu hjá Chelsea

Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Chelsea vilji kaupa Raul Meireles. Liverpool á að hafa hafnað tilboði Chelsea í Portúgalann.

Talið er að tilboðið hafi hljóðað upp á allt að átta milljónir sterlingspunda og svo átti Yossi Benayoun að fylgja með. Tekið skal fram að þetta tilboð, og hvað það á að hafa hljóðað upp á, er óstaðfest.
 
Andre Villas-Boas, framkvæmdastjóri Chelsea, þekkir vel til Raul en hann vann með landa sínum hjá Porto áður en Liverpool keypti hann þaðan. Andre mun hafa mikið álit á Raul og ekki er loku fyrir það skotið að Chelsea muni gera Liverpool annað tilboð. 

Annars er það af Raul Meireles að frétta að hann er nú að ná sér eftir viðbeinsmeiðslin sem hann varð fyrir á móti Exeter í síðustu viku. Meiðslin voru ekki jafn slæm og talið var og hann ætti að vera orðinn leikfær eftir landsleikjahléið ef batinn verður góður. Spurningin er hvort hann verður þá orðinn leikmaður Chelsea!

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan