| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jafntefli í Osló
Liverpool og Vålerenga gerðu 3-3 jafntefli í æfingaleik í Osló. Liverpool hefur þá fengið á sig fimmtán mörk í síðustu fimm æfingaleikjum!
Kenny Dalglish stillti upp heldur sterkara liði á Ullevål en í undanförnum leikjum. Sumardrengirnir, Henderson, Adam og Downing voru allir með og Pepe Reina byrjaði í markinu, en hann hefur nú að fullu náð sér af meiðslum sínum.
Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í Osló og Utøya á dögunum. Að því loknu lögðu leikmenn Liverpool eina rós hver fyrir aftan annað markið sem virðingarvott.
Dirk Kuyt og Andy Carroll voru saman uppi á toppnum og Downing og Henderson á köntunum. Heldur sóknarsinnaðri uppstilling hjá Kenny en í síðustu leikjum.
Liverpool byrjaði betur í leiknum án þess að skapa sér hættuleg færi, en það voru þó heimamenn sem skoruðu fyrsta markið. Lars Iver Strand skoraði markið með góðu skoti á 14. mínútu eftir máttlitla varnarvinnu okkar manna.
Aðeins þremur mínútum síðar var dæmd vítaspyrna á Liverpool eftir að Koné fór niður í teignum. Afar ódýrt víti svo ekki sé meira sagt. Úr spyrnunni skoraði Ogude og staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn eftir 18 mínútna leik.
Á næstu mínútum átti Liverpool vörnin nokkrum sinnum í stökustu vandræðum með Norðmennina og verður að segjast eins og er, að heimamenn voru nær því að auka forystu sína en við að minnka hana. En upp úr rmiðjum hálfleiknum fóru okkar menn að ná áttum og skapa meira jafnvægi í leiknum.
Það var síðan á sjálfri markamínútunni sem Andy Carroll tókst að minnka muninn í 2-1 með skoti af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Stewart Downing. Reyndar vildu einhverjir meina að boltinn hefði farið í hönd Carroll áður en hann setti hann inn, en markið stóð engu að síður. Staðan 2-1 í Osló eftir 43 mínútur.
Þannig hélst staðan í leikhléi og aðdáendur Liverpool urðu að vona að Kenny næði að blása lífi í fremur andlítið lið sitt í hálfleik.
Kenny gerði engar breytingar á liðinu i hálfleik og síðari hálfleikur fór jafn dauflega af stað hjá okkar mönnum og sá fyrri. Lítið sem ekkert gerðist á vellinum fyrstu 20 mínútur hálfleiksins en á 68. mínútu komu fyrstu skiptingarnar þegar Kelly, Flanagan og Shelvey komu inn á fyrir Adam, Johnson og Robinson.
Á 79. mínútu kom hinn ungi Raheem Sterling inn á fyrir Stewart Downing sem hafði verið einna sprækastur okkar manna. A.m.k. í fyrri hálfleik. Mínútu síðar kom Alberto Aquilani inn á fyrir Henderson. Við þessar skiptingar kom meiri hraði og hugmyndaauðgi í sóknarleikinn.
Á 82. mínútu átti Aquilani gott skot að marki Norðmannana, en markvörður heimamanna gerði vel að verja. Mínútu síðar tók Ítalinn góða hornspyrnu á Daniel Agger sem jafnaði leikinn. Staðan 2-2 á Ullevål.
Á 87. mínútu átti Aquilani hörkuskot að marki Vålerenga en heppnin var ekki með honum.
Mínútu síðar tókst Daniel Agger að skora öðru sinni og koma okkar mönnum í 2-3 eftir góðan undirbúning Aquilani og Kuyt.
Það leit út fyrir að okkar menn færu með sigur af hólmi í þessum fremur bragðdaufa æfingaleik, en á 94. mínútu jafnaði Mohammed Fellah metin fyrir heimamenn og 3-3 jafntefli var staðreynd. Þriðji leikurinn í röð sem Liverpool fær á sig 3 mörk!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 68. mín.), Agger (Sama 90. mín.), Carragher, Robinson (Flanagan 68. mín.), Henderson (Aquilani 80. mín.), Spearing, Adam (Shelvey 68. mín.), Downing (Sterling 79. mín.), Carroll (Ngog 79. mín.) og Kuyt. Ónotaður varamaður: Doni.
Þess má geta að landi okkar Veigar Páll Gunnarsson sat uppi í stúku en hann var að ganga til liðs við Valerenga.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Kenny Dalglish stillti upp heldur sterkara liði á Ullevål en í undanförnum leikjum. Sumardrengirnir, Henderson, Adam og Downing voru allir með og Pepe Reina byrjaði í markinu, en hann hefur nú að fullu náð sér af meiðslum sínum.
Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í Osló og Utøya á dögunum. Að því loknu lögðu leikmenn Liverpool eina rós hver fyrir aftan annað markið sem virðingarvott.
Dirk Kuyt og Andy Carroll voru saman uppi á toppnum og Downing og Henderson á köntunum. Heldur sóknarsinnaðri uppstilling hjá Kenny en í síðustu leikjum.
Liverpool byrjaði betur í leiknum án þess að skapa sér hættuleg færi, en það voru þó heimamenn sem skoruðu fyrsta markið. Lars Iver Strand skoraði markið með góðu skoti á 14. mínútu eftir máttlitla varnarvinnu okkar manna.
Aðeins þremur mínútum síðar var dæmd vítaspyrna á Liverpool eftir að Koné fór niður í teignum. Afar ódýrt víti svo ekki sé meira sagt. Úr spyrnunni skoraði Ogude og staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn eftir 18 mínútna leik.
Á næstu mínútum átti Liverpool vörnin nokkrum sinnum í stökustu vandræðum með Norðmennina og verður að segjast eins og er, að heimamenn voru nær því að auka forystu sína en við að minnka hana. En upp úr rmiðjum hálfleiknum fóru okkar menn að ná áttum og skapa meira jafnvægi í leiknum.
Það var síðan á sjálfri markamínútunni sem Andy Carroll tókst að minnka muninn í 2-1 með skoti af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Stewart Downing. Reyndar vildu einhverjir meina að boltinn hefði farið í hönd Carroll áður en hann setti hann inn, en markið stóð engu að síður. Staðan 2-1 í Osló eftir 43 mínútur.
Þannig hélst staðan í leikhléi og aðdáendur Liverpool urðu að vona að Kenny næði að blása lífi í fremur andlítið lið sitt í hálfleik.
Kenny gerði engar breytingar á liðinu i hálfleik og síðari hálfleikur fór jafn dauflega af stað hjá okkar mönnum og sá fyrri. Lítið sem ekkert gerðist á vellinum fyrstu 20 mínútur hálfleiksins en á 68. mínútu komu fyrstu skiptingarnar þegar Kelly, Flanagan og Shelvey komu inn á fyrir Adam, Johnson og Robinson.
Á 79. mínútu kom hinn ungi Raheem Sterling inn á fyrir Stewart Downing sem hafði verið einna sprækastur okkar manna. A.m.k. í fyrri hálfleik. Mínútu síðar kom Alberto Aquilani inn á fyrir Henderson. Við þessar skiptingar kom meiri hraði og hugmyndaauðgi í sóknarleikinn.
Á 82. mínútu átti Aquilani gott skot að marki Norðmannana, en markvörður heimamanna gerði vel að verja. Mínútu síðar tók Ítalinn góða hornspyrnu á Daniel Agger sem jafnaði leikinn. Staðan 2-2 á Ullevål.
Á 87. mínútu átti Aquilani hörkuskot að marki Vålerenga en heppnin var ekki með honum.
Mínútu síðar tókst Daniel Agger að skora öðru sinni og koma okkar mönnum í 2-3 eftir góðan undirbúning Aquilani og Kuyt.
Það leit út fyrir að okkar menn færu með sigur af hólmi í þessum fremur bragðdaufa æfingaleik, en á 94. mínútu jafnaði Mohammed Fellah metin fyrir heimamenn og 3-3 jafntefli var staðreynd. Þriðji leikurinn í röð sem Liverpool fær á sig 3 mörk!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 68. mín.), Agger (Sama 90. mín.), Carragher, Robinson (Flanagan 68. mín.), Henderson (Aquilani 80. mín.), Spearing, Adam (Shelvey 68. mín.), Downing (Sterling 79. mín.), Carroll (Ngog 79. mín.) og Kuyt. Ónotaður varamaður: Doni.
Þess má geta að landi okkar Veigar Páll Gunnarsson sat uppi í stúku en hann var að ganga til liðs við Valerenga.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan