| Sf. Gutt
Martin Skrtel vann fágætt afrek, með Liverpool, á nýliðnu keppnistímabili. Þegar hann gekk af leikvelli gegn Aston Villa hafði hann leikið hverja einustu mínútu í hverjum einasta deildarleik Liverpool. Alls lék hann 3591 mínútur og í leikjunum 38 skoraði hann tvö mörk.
Það er mjög fátítt nú til dags að útileikmaður nái að spila hverja einustu mínútu í deildarleikjunum og á síðustu leiktíð náði aðeins einn annar útileikmaður þessu. Það var Leighton Baines bakvörður Everton.
Martin var annar tveggja leikmanna Liverpool sem lék allar mínútur í deildinni. Hinn var Jose Reina en það gerist af og til að markverðir nái þessu. Jose lék alls 50 af þeim 54 leikjum sem Liverpool lék í öllum keppnum en Martin kom næstur með 49 leiki.
Martin Skrtel var mjög öflugur í vörn Liverpool og átti kannski sína bestu leiktíð eftir að hann kom til Englands. En hann sýndi líka mikla keppnishörku því hann lék síðustu vikurnar hálfmeiddur.
TIL BAKA
Fágætt afrek

Það er mjög fátítt nú til dags að útileikmaður nái að spila hverja einustu mínútu í deildarleikjunum og á síðustu leiktíð náði aðeins einn annar útileikmaður þessu. Það var Leighton Baines bakvörður Everton.
Martin var annar tveggja leikmanna Liverpool sem lék allar mínútur í deildinni. Hinn var Jose Reina en það gerist af og til að markverðir nái þessu. Jose lék alls 50 af þeim 54 leikjum sem Liverpool lék í öllum keppnum en Martin kom næstur með 49 leiki.
Martin Skrtel var mjög öflugur í vörn Liverpool og átti kannski sína bestu leiktíð eftir að hann kom til Englands. En hann sýndi líka mikla keppnishörku því hann lék síðustu vikurnar hálfmeiddur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hef ekki hugmynd! -
| Sf. Gutt
Fimm sinnum tuttugu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Heimir Eyvindarson
Bakverðirnir mætast í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Framgangan og úrslitin vonbrigði! -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan